Ekki liðið að fyrirtæki reki sig á undirboðum Drífa Snædal skrifar 22. nóvember 2019 09:45 Tvisvar í mánuði hittist miðstjórn ASÍ og fer yfir málin og tekur ákvarðanir. Síðastliðinn miðvikudag var eðli málsins samkvæmt rætt mikið um Samherjamálið og ályktaði miðstjórn af því tilefni auk þess sem ákveðið var að kaupa útvarpsauglýsingar þar sem fólk er hvatt til að láta í sér heyra gegn spillingu og arðráni. Fjöldi annarra mála voru rædd og ljóst að verkefnin framundan eru stór og smá, hér vil ég ræða tvö þeirra. Baráttan gegn smálánafyrirtækjum er mikilvæg og hagsmunir félagsmanna innan aðildarfélaga ASÍ er að komið verði í veg fyrir þessa okurlánastarfsemi sem mergsýgur fólk sem er viðkvæmt fyrir og skilur heilu fjölskyldurnar eftir í sárum. Við höfum verið í sambandi og samstarfi við Neytendasamtökin sem hafa leitt þessa baráttu og getum vonandi flutt nánari fréttir af því samstarfi í næstu viku. Það þótti tíðindum sæta að nýtt flugfélag var stofnað hér á landi og fréttir berast af því að kostnaði verði haldið í lágmarki með öllum ráðum, m.a. með því að halda launum niðri. Fyrirtækið hefur ekki birt kjarasamning sem það þykist hafa gert um störf flugliða og fær fólk sem sækir um störf varla að vita kaup og kjör. Þær vísbendingar sem okkur hafa borist hníga í þá átt að greiða á grunnlaun langt undir því sem almennir kjarasamningar segja til um. Ég hvet fyrirtækið til að birta kjarasamninginn og leggja allt á borðið, ekki aðeins á fólk sem hyggst sækja um störf hjá Play rétt á þessari vitneskju heldur skiptir það okkur öll máli ef verið er að stunda undirboð á vinnumarkaði. Ég ætlast líka til þess að fjárfestar og þeir sem eiga í viðskiptum við fyrirtækið krefji það um þessar upplýsingar. Það verður ekki liðið að fyrirtæki starfi á íslenskum vinnumarkaði með undirboðum. Kveðja frá Sauðárkróki.Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Play Smálán Vinnumarkaður Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tvisvar í mánuði hittist miðstjórn ASÍ og fer yfir málin og tekur ákvarðanir. Síðastliðinn miðvikudag var eðli málsins samkvæmt rætt mikið um Samherjamálið og ályktaði miðstjórn af því tilefni auk þess sem ákveðið var að kaupa útvarpsauglýsingar þar sem fólk er hvatt til að láta í sér heyra gegn spillingu og arðráni. Fjöldi annarra mála voru rædd og ljóst að verkefnin framundan eru stór og smá, hér vil ég ræða tvö þeirra. Baráttan gegn smálánafyrirtækjum er mikilvæg og hagsmunir félagsmanna innan aðildarfélaga ASÍ er að komið verði í veg fyrir þessa okurlánastarfsemi sem mergsýgur fólk sem er viðkvæmt fyrir og skilur heilu fjölskyldurnar eftir í sárum. Við höfum verið í sambandi og samstarfi við Neytendasamtökin sem hafa leitt þessa baráttu og getum vonandi flutt nánari fréttir af því samstarfi í næstu viku. Það þótti tíðindum sæta að nýtt flugfélag var stofnað hér á landi og fréttir berast af því að kostnaði verði haldið í lágmarki með öllum ráðum, m.a. með því að halda launum niðri. Fyrirtækið hefur ekki birt kjarasamning sem það þykist hafa gert um störf flugliða og fær fólk sem sækir um störf varla að vita kaup og kjör. Þær vísbendingar sem okkur hafa borist hníga í þá átt að greiða á grunnlaun langt undir því sem almennir kjarasamningar segja til um. Ég hvet fyrirtækið til að birta kjarasamninginn og leggja allt á borðið, ekki aðeins á fólk sem hyggst sækja um störf hjá Play rétt á þessari vitneskju heldur skiptir það okkur öll máli ef verið er að stunda undirboð á vinnumarkaði. Ég ætlast líka til þess að fjárfestar og þeir sem eiga í viðskiptum við fyrirtækið krefji það um þessar upplýsingar. Það verður ekki liðið að fyrirtæki starfi á íslenskum vinnumarkaði með undirboðum. Kveðja frá Sauðárkróki.Höfundur er forseti ASÍ
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun