
Svíþjóð

Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala
Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur.

Milljarða tjón hjá Karolinska Institutet þegar frystir bilaði um jólin
Milljarða tjón varð og ómetanleg sýni eyðilögðust á Karolinska Institutet í Svíþjóð á dögunum þegar stór frystiskápur bilaði.

Þær verða kynnar á Eurovision í Malmö
Sænsku leikkonunum og skemmtikröftunum Petru Mede og Malin Åkerman hefur verið falið að vera kynnar á Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí.

Sprengjusveit kölluð til vegna búnaðar við sendiráð Ísrael í Stokkhólmi
Lögregluyfirvöld í Svíþjóð voru kölluð til í gær eftir að „hættulegur“ og „virkur“ búnaður fannst fyrir utan embætti Ísrael í Stokkhólmi í gær. Sprengjusveit var send á staðinn og er sögð hafa eyðilagt búnaðinn.

Þúsund sænskir tónlistarmenn vilja útiloka Ísrael
Rúmlega þúsund sænskir tónlistarmenn hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að Ísrael verði meinað þátttaka í Eurovision söngvakeppninni í ár. Meðal þeirra sem hafa sett nafn sitt á listann eru Robyn og Erik Saade.

Svíar tóku bronsið
Svíþjóð tryggði sér bronsið í leiknum um þriðja sætið gegn Alfreð Gíslasyni og læirsveinum hans á Evrópumeistaramótinu nú rétt í þessu.

Ekki nóg að byggja sér virki til að komast hjá netárásum
Forstjóri netörygiss hjá Syndis, Anton Egilsson, segir enn marga of veika fyrir netárásum. Rússneskur hakkarahópur skilji reglulega eftir sig fótspor á Íslandi. Hópurinn gerði stóra árás í Svíþjóð um helgina á opinbera aðila. Anton segir slíka árás geta átt sér stað á Íslandi.

Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er.

Söngvari Rednex látinn
Anders Sandberg, sem lengi var söngvari sænsku hljómsveitarinnar Rednex, er látinn. Sandberg var 55 ára.

Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía
Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir.

Björn ekki á leið í forsetaframboð
Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019.

Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision
Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Vignir Jónasson lést af slysförum í Svíþjóð
Vignir Jónasson, hestamaður sem ræktað hefur hesta við góðan orðstír í Svíþjóð, er látinn eftir alvarlegt slys í Laholm í gærkvöldi. Hann var 52 ára gamall.

Varlega skal farið í að „skipta um þjóð í þjóðinni“: Fyrri saga
Þegar ég var við nám í Svíþjóð 1976 til 1979.

Grafið í gömlum gögnum um ferli og ferla vegna starfa Paolo Macchiarini á Karolinska
Fyrir tæpum 2 árum, þegar öldurnar gengu nokkuð hátt vegna launagreiðslna til mjög virts stjórnanda og ráðgjafa fyrir ráðgjöf til heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu stakk ég niður penna til að rökstyðja að mun betra væri að málið var rætt opinskátt en ef pukrast með það.

Samþykktu endurskipulagningu Viaplay
Hluthafar sænska streymisfyrirtækisins Viaplay Group hafa samþykkt endurskipulagningu á félaginu sem leiðir til þess að franski fjölmiðla- og fjarskiptarisinn Canal+ Group og tékkneska fjárfestingafélagið PPF hafa eignast hvor um sig 29,3 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls
Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar.

Norrænt kuldamet slegið í Finnlandi
Kuldakast ríður nú yfir norðurhluta Skandinavíu og fór hitastigið á hinum norðlægu landamærum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands niður fyrir -40 gráður.

Snjóstormur gerir Skandinövum lífið leitt
Snjó hefur kyngt niður í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og stormur fylgt snjónum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Talað er um metmagn af snjó í Noregi og þá hafa þúsundir bíla setið fastir í Svíþjóð og í Danmörku. Tveir létust í snjóflóði í Finnlandi.

Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið
Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi.

Utanríkismálanefnd tyrkneska þingsins samþykkir aðild Svía
Utanríkismálanefnd tyrkneska þingsins hefur lagt blessun sína yfir aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu. Næst verður tillaga um inngöngu Svíþjóðar tekin fyrir á þinginu, þar sem bandalag forsetans, Recep Tayyip Erdogan, er með meirihluta.

Norðurlandabúar gera ráð fyrir brennisteinsmengun
Norska veðurfræðistofan gerir ráð fyrir að brennisteinsmengun úr gosinu sem hófst við Sýlingarfell í gær berist til suðvesturstrandar Noregs um fimmleytið á morgun.

Ekkjan krefst skaðabóta ella verði Tómas kærður til lögreglu
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene.

Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag.

Fimm látnir eftir að lyfta hrapaði í Svíþjóð
Fimm eru látnir eftir að lyfta hrapaði um tuttugu metra til jarðar á byggingarsvæði í Ursvik í Sundbyberg, norðvestur af Stokkhólmi, í gær.

Svíar banna síma í grunnskólum
Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er.

Norrænir forsætisráðherrar funda í Noregi um öryggismál
Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu miðvikudaginn 13. desember funda saman um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum.

Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu
Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið.

Enn einn Skarsgårdinn á skjánum
Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla.

Segir ekki hægt að standa hlutlaus hjá þjóðarmorði
Sænska loftlagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg segist ekki ætla að þegja yfir hörmungum á Gasa ströndinni. Hún segir ekki hægt að standa hlutlaus hjá á meðan framið sé þjóðarmorð.