Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 23:24 Skipið liggur nú við ankeri undan Karlskrona í Svíþjóð. EPA/JOHAN NILSSON Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar. Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn. Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn.
Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira