Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:49 Leiðtogarnir funduðu fyrst í danska forsætisráðuneytinu og borðuðu svo kvöldmat heima hjá Mette. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðaði til með skyndi í Kaupmannahöfn í gær um mál Grænlands og öryggismál á Eystrasalti. Mette sagði í færslu á samfélagsmiðlum um fundinn í gær að samstaða Norðurlandanna hafi aldrei verið eins mikilvæg á tímum sem þessum. Upplýst um efni fundarins Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra var Kristrún upplýst um fundinn samdægurs. Hún var svo upplýst um efni fundarins í kjölfarið. Í svari forsætisráðuneytisins til Vísis vegna málsins segir að forsætisráðherra Danmerkur hafi boðið til óformlegs fundar með skömmum fyrirvara þar sem nokkrir leiðtogar Norðurlanda voru á leið til minningarathafnar í Auschwitz sem fram fer í dag. Áttatíu ár eru nú frá frelsun þeirra. „Utanríkisráðherra verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda á minningarathöfninni. Forsætisráðherra var látinn vita af fundinum. Þar var fjallað um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum og hefur forsætisráðherra verið upplýstur um efni fundarins.“ Segir ennfremur í svari ráðuneytisins að Kristrún hafi í síðustu viku átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Sá fundur hafi verið um öryggis- og varnarmál. Áhyggjuefni Ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta í Grænland hefur valdið mikilli óvissu í samskiptum Danmerkur og Bandaríkjanna. Þá hafa öryggismál í Eystrasaltinu verið í algleymingi vegna skuggaskipa Rússlands sem klippt hafa á sæstrengi. Meðal þeirra sem vekja athygli á fjarveru Kristrúnar er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem reglulega skrifar um alþjóða- og öryggismál á bloggsíðu sinni. Hann segir það furðu sæta að ríkisstjórn Íslands steinþegi um stigmögnun í samskiptum Dana og Bandaríkjamanna vegna Grænlands. „Það sem vekur athygli íslensks lesanda þegar danski forsætisráðherrann talar um mikilvægi samstöðu og nánari samvinnu bandamanna og vina á óvissum örlagatímum er að íslenskur forsætisráðherra situr ekki við kvöldverðarborðið. Var Kristrúnu Frostadóttur ekki boðið til þessa óformlega samráðsfundar norrænna forystumanna? Eða þáði hún ekki boðið? Það er áhyggjuefni hvert sem svarið við þessum spurningum er.“ Frétt uppfærð 14:25.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá aðstoðarmanni Kristrúnar. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðaði til með skyndi í Kaupmannahöfn í gær um mál Grænlands og öryggismál á Eystrasalti. Mette sagði í færslu á samfélagsmiðlum um fundinn í gær að samstaða Norðurlandanna hafi aldrei verið eins mikilvæg á tímum sem þessum. Upplýst um efni fundarins Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra var Kristrún upplýst um fundinn samdægurs. Hún var svo upplýst um efni fundarins í kjölfarið. Í svari forsætisráðuneytisins til Vísis vegna málsins segir að forsætisráðherra Danmerkur hafi boðið til óformlegs fundar með skömmum fyrirvara þar sem nokkrir leiðtogar Norðurlanda voru á leið til minningarathafnar í Auschwitz sem fram fer í dag. Áttatíu ár eru nú frá frelsun þeirra. „Utanríkisráðherra verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda á minningarathöfninni. Forsætisráðherra var látinn vita af fundinum. Þar var fjallað um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum og hefur forsætisráðherra verið upplýstur um efni fundarins.“ Segir ennfremur í svari ráðuneytisins að Kristrún hafi í síðustu viku átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Sá fundur hafi verið um öryggis- og varnarmál. Áhyggjuefni Ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta í Grænland hefur valdið mikilli óvissu í samskiptum Danmerkur og Bandaríkjanna. Þá hafa öryggismál í Eystrasaltinu verið í algleymingi vegna skuggaskipa Rússlands sem klippt hafa á sæstrengi. Meðal þeirra sem vekja athygli á fjarveru Kristrúnar er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem reglulega skrifar um alþjóða- og öryggismál á bloggsíðu sinni. Hann segir það furðu sæta að ríkisstjórn Íslands steinþegi um stigmögnun í samskiptum Dana og Bandaríkjamanna vegna Grænlands. „Það sem vekur athygli íslensks lesanda þegar danski forsætisráðherrann talar um mikilvægi samstöðu og nánari samvinnu bandamanna og vina á óvissum örlagatímum er að íslenskur forsætisráðherra situr ekki við kvöldverðarborðið. Var Kristrúnu Frostadóttur ekki boðið til þessa óformlega samráðsfundar norrænna forystumanna? Eða þáði hún ekki boðið? Það er áhyggjuefni hvert sem svarið við þessum spurningum er.“ Frétt uppfærð 14:25.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá aðstoðarmanni Kristrúnar.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði