Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:49 Leiðtogarnir funduðu fyrst í danska forsætisráðuneytinu og borðuðu svo kvöldmat heima hjá Mette. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðaði til með skyndi í Kaupmannahöfn í gær um mál Grænlands og öryggismál á Eystrasalti. Mette sagði í færslu á samfélagsmiðlum um fundinn í gær að samstaða Norðurlandanna hafi aldrei verið eins mikilvæg á tímum sem þessum. Upplýst um efni fundarins Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra var Kristrún upplýst um fundinn samdægurs. Hún var svo upplýst um efni fundarins í kjölfarið. Í svari forsætisráðuneytisins til Vísis vegna málsins segir að forsætisráðherra Danmerkur hafi boðið til óformlegs fundar með skömmum fyrirvara þar sem nokkrir leiðtogar Norðurlanda voru á leið til minningarathafnar í Auschwitz sem fram fer í dag. Áttatíu ár eru nú frá frelsun þeirra. „Utanríkisráðherra verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda á minningarathöfninni. Forsætisráðherra var látinn vita af fundinum. Þar var fjallað um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum og hefur forsætisráðherra verið upplýstur um efni fundarins.“ Segir ennfremur í svari ráðuneytisins að Kristrún hafi í síðustu viku átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Sá fundur hafi verið um öryggis- og varnarmál. Áhyggjuefni Ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta í Grænland hefur valdið mikilli óvissu í samskiptum Danmerkur og Bandaríkjanna. Þá hafa öryggismál í Eystrasaltinu verið í algleymingi vegna skuggaskipa Rússlands sem klippt hafa á sæstrengi. Meðal þeirra sem vekja athygli á fjarveru Kristrúnar er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem reglulega skrifar um alþjóða- og öryggismál á bloggsíðu sinni. Hann segir það furðu sæta að ríkisstjórn Íslands steinþegi um stigmögnun í samskiptum Dana og Bandaríkjamanna vegna Grænlands. „Það sem vekur athygli íslensks lesanda þegar danski forsætisráðherrann talar um mikilvægi samstöðu og nánari samvinnu bandamanna og vina á óvissum örlagatímum er að íslenskur forsætisráðherra situr ekki við kvöldverðarborðið. Var Kristrúnu Frostadóttur ekki boðið til þessa óformlega samráðsfundar norrænna forystumanna? Eða þáði hún ekki boðið? Það er áhyggjuefni hvert sem svarið við þessum spurningum er.“ Frétt uppfærð 14:25.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá aðstoðarmanni Kristrúnar. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðaði til með skyndi í Kaupmannahöfn í gær um mál Grænlands og öryggismál á Eystrasalti. Mette sagði í færslu á samfélagsmiðlum um fundinn í gær að samstaða Norðurlandanna hafi aldrei verið eins mikilvæg á tímum sem þessum. Upplýst um efni fundarins Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra var Kristrún upplýst um fundinn samdægurs. Hún var svo upplýst um efni fundarins í kjölfarið. Í svari forsætisráðuneytisins til Vísis vegna málsins segir að forsætisráðherra Danmerkur hafi boðið til óformlegs fundar með skömmum fyrirvara þar sem nokkrir leiðtogar Norðurlanda voru á leið til minningarathafnar í Auschwitz sem fram fer í dag. Áttatíu ár eru nú frá frelsun þeirra. „Utanríkisráðherra verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda á minningarathöfninni. Forsætisráðherra var látinn vita af fundinum. Þar var fjallað um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum og hefur forsætisráðherra verið upplýstur um efni fundarins.“ Segir ennfremur í svari ráðuneytisins að Kristrún hafi í síðustu viku átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Sá fundur hafi verið um öryggis- og varnarmál. Áhyggjuefni Ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta í Grænland hefur valdið mikilli óvissu í samskiptum Danmerkur og Bandaríkjanna. Þá hafa öryggismál í Eystrasaltinu verið í algleymingi vegna skuggaskipa Rússlands sem klippt hafa á sæstrengi. Meðal þeirra sem vekja athygli á fjarveru Kristrúnar er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem reglulega skrifar um alþjóða- og öryggismál á bloggsíðu sinni. Hann segir það furðu sæta að ríkisstjórn Íslands steinþegi um stigmögnun í samskiptum Dana og Bandaríkjamanna vegna Grænlands. „Það sem vekur athygli íslensks lesanda þegar danski forsætisráðherrann talar um mikilvægi samstöðu og nánari samvinnu bandamanna og vina á óvissum örlagatímum er að íslenskur forsætisráðherra situr ekki við kvöldverðarborðið. Var Kristrúnu Frostadóttur ekki boðið til þessa óformlega samráðsfundar norrænna forystumanna? Eða þáði hún ekki boðið? Það er áhyggjuefni hvert sem svarið við þessum spurningum er.“ Frétt uppfærð 14:25.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá aðstoðarmanni Kristrúnar.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira