SVT greinir frá andláti Feldt í morgun og vísar í tilkynningu frá syni ráðherrans fyrrverandi þar sem fram kemur að hann hafi andast í gær.
Kjell-Olof Feldt var náinn bandamaður forsætisráðherrans Olof Palme sem ráðinn var af dögum árið 1986, og síðar Ingvar Carlsson sem tók við forsætisráðherraembættinu við andlát Palme.
Feldt gegndi embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar á árunum 1983 til 1990 og gegndi þar lykilhlutverki í að hrinda stefnumálum Jafnaðarmanna í framkvæmd. Hann hafði áður gegnt embætti viðskiptaráðherra á árunum 1970 til 1975.