Rússland

Fréttamynd

Skemmdu nýja flaggskip Rússa í drónaárás

Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á rússneska flotann í Svartahafi við Krímskaga. Notast var við dróna við árásina og þá bæði fljúgandi og siglandi dróna en Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU

Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins.

Erlent
Fréttamynd

Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa

Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna.

Erlent
Fréttamynd

Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi

Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að  það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð.

Erlent
Fréttamynd

Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta

Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð.

Erlent
Fréttamynd

Setti bók­stafinn Z á bílinn og fékk hálfa milljón í sekt

Manni í Þýskalandi hefur verið gert að greiða fjögur þúsund evrur, eða rúmar 570 þúsund krónur, í sekt fyrir að hafa sett bókstafinn Z á bílinn sinn. Merkið hefur verið notað til marks um stuðning við innrás Rússa í Úkraínu. Maðurinn hefur áfrýjað.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö

Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi.

Erlent
Fréttamynd

„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla

Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu.

Erlent
Fréttamynd

„Það er mjög al­var­leg staða komin upp“

Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp.

Erlent
Fréttamynd

Í­búar yfir­gefi Kher­son undir eins

Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Raf­magns­laust eftir á­rásir Rússa

Rafmagnsleysi er víða í vesturhluta Úkraínu vegna eldflaugaárásir Rússa í nótt en þeir eru sagðir hafa ráðist á orkuinnviðum. Takmarkanir eru á rafmagnsnotkun í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða

Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Herlög taka gildi á „innlimuðum“ svæðum í Úkraínu

Herlög taka gildi í dag í héruðunum fjórum í Úkraínu sem Rússar vilja meina að þeir hafi innlimað á dögunum. Frá þessu greindi Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði fund þjóðaröryggis Rússlands nú fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust eftir áframhaldandi loftárásir Rússa

Fjöldi bæja og þorpa og hluti tveggja borga eru án rafmagns eftir áframhaldandi flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði síðasta sólarhringinn. Volodýmýr Selenskíj forseti hvatti landsmenn til þess að spara orku eins og þeir gætu í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi

Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á.

Erlent