Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 18:19 Leyniskyttur þurfa að taka margar jöfnur inn í reikninga sína á löngum skotum. Þessi myndin var tekin á þjálfun úkraínskra leyniskytta fyrr á árinu. Getty/Ozge Elif Kizil Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira