Hinsegin ungmenni í Rússlandi þvinguð í bælingarmeðferðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 12:10 Frá sýningunni „Það er ekkert slíkt fólk hér“ í Berlin, sem sækir titil sinn í svar Ramzan Kadyrov, leiðtoga Téténíu, þegar hann var spurður um hinsegin fólk í landinu. Getty/Adam Berry Upp hafa komið mál í Rússlandi þar sem efnaðir foreldrar hafa greitt óþokkamennum fyrir að flytja hinsegin ungmenni gegn vilja sínum á einkastofnanir sem sérhæfa sig í svokallaðri bælingarmeðferð. Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann. Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann.
Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira