Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 23:52 Evan Gershkovich og Paul Whelan. AP Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. Gershkovich er blaðamaður Wall Street Journal sem sakaður var um njósnir og handtekinn í mars. Hann hefur setið í fangelsi síðan þá en yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um nákvæmlega hvað hann er sakaður um. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Whelan hefur setið í fangelsi í Rússlandi í rétt rúm fimm ár og var hann einnig sakaður um njósnir. Rússar segja að leynilegur nafnalisti hafi fundist á USB-drifi í fórum hans þegar hann var handtekinn í byrjun desember 2018. Hann var síðar dæmdur í sextán ára fangelsi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum segja Rússa hafa handtekið Whelan og Gershkovich að ósekju og hafa krafist þess að þeim verði sleppt úr fangelsi. „Þeir hefðu aldrei átt að vera handteknir,“ sagði Matthew Miller, áðurnefndur talsmaður, á blaðamannafundi í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þó tilboðinu hefði verið hafnað, myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna halda áfram að reyna að ná þeim Whelan og Gershkovich heim. Í júlí 2022 slepptu Bandaríkjamenn alræmdum rússneskum vopnasala úr fangelsi í skiptum fyrir íþróttakonuna Brittney Griner, sem hafði verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu fyrr á árinu með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Hún var svo dæmd í níu ára fangelsi. Vopnasalinn sem sleppt var heitir Viktor Bout en hann gekk á árunum áður undir nafninu „Vopnasali dauðans“. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonuðust þá einni að fá Whelan sleppt úr haldi með Griner en Rússar sögðu það ekki koma til greina. Fyrr árið 2022 skiptu ríkin á Trevor Reed, fyrrverandi hermanni, og Konstantin Yaroshenko, flugmanni sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2011 fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Sagðir vilja morðingja lausan Heimildarmenn CNN segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi boðist til að sleppa nokkrum grunuðum rússneskum njósnurum úr haldi í skiptum fyrir Whelan og Gershkovich. Þessir meintu njósnarar eru sagðir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem Rússar grunaðir um njósnir hafa verið handteknir eru Noregur, Eistland, Pólland, Svíþjóð og Slóvenía. Heimildarmenn CNN segja Rússa ólma í að fá Vadim Krasikov, ofursta úr Leyniþjónustu Rússlands (FSB) frá Þýskalandi, þar sem hann situr í fangelsi fyrir morð. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Fréttakona CNN ræddi við Whelan í síðustu viku og þá sagðist hann vonsvikinn yfir því að tvenn fangaskipti hefðu átt sér stað milli Bandaríkjanna og Rússlands, frá því hann var handtekinn. Hann undraðist að hann ráðamenn í Bandaríkjunum hefði ekki krafist þess að honum yrði einnig sleppt. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26 Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21 Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49 Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Gershkovich er blaðamaður Wall Street Journal sem sakaður var um njósnir og handtekinn í mars. Hann hefur setið í fangelsi síðan þá en yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um nákvæmlega hvað hann er sakaður um. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Whelan hefur setið í fangelsi í Rússlandi í rétt rúm fimm ár og var hann einnig sakaður um njósnir. Rússar segja að leynilegur nafnalisti hafi fundist á USB-drifi í fórum hans þegar hann var handtekinn í byrjun desember 2018. Hann var síðar dæmdur í sextán ára fangelsi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum segja Rússa hafa handtekið Whelan og Gershkovich að ósekju og hafa krafist þess að þeim verði sleppt úr fangelsi. „Þeir hefðu aldrei átt að vera handteknir,“ sagði Matthew Miller, áðurnefndur talsmaður, á blaðamannafundi í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þó tilboðinu hefði verið hafnað, myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna halda áfram að reyna að ná þeim Whelan og Gershkovich heim. Í júlí 2022 slepptu Bandaríkjamenn alræmdum rússneskum vopnasala úr fangelsi í skiptum fyrir íþróttakonuna Brittney Griner, sem hafði verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu fyrr á árinu með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Hún var svo dæmd í níu ára fangelsi. Vopnasalinn sem sleppt var heitir Viktor Bout en hann gekk á árunum áður undir nafninu „Vopnasali dauðans“. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonuðust þá einni að fá Whelan sleppt úr haldi með Griner en Rússar sögðu það ekki koma til greina. Fyrr árið 2022 skiptu ríkin á Trevor Reed, fyrrverandi hermanni, og Konstantin Yaroshenko, flugmanni sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2011 fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Sagðir vilja morðingja lausan Heimildarmenn CNN segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi boðist til að sleppa nokkrum grunuðum rússneskum njósnurum úr haldi í skiptum fyrir Whelan og Gershkovich. Þessir meintu njósnarar eru sagðir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem Rússar grunaðir um njósnir hafa verið handteknir eru Noregur, Eistland, Pólland, Svíþjóð og Slóvenía. Heimildarmenn CNN segja Rússa ólma í að fá Vadim Krasikov, ofursta úr Leyniþjónustu Rússlands (FSB) frá Þýskalandi, þar sem hann situr í fangelsi fyrir morð. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Fréttakona CNN ræddi við Whelan í síðustu viku og þá sagðist hann vonsvikinn yfir því að tvenn fangaskipti hefðu átt sér stað milli Bandaríkjanna og Rússlands, frá því hann var handtekinn. Hann undraðist að hann ráðamenn í Bandaríkjunum hefði ekki krafist þess að honum yrði einnig sleppt.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26 Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21 Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49 Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26
Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21
Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49
Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44