Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2023 11:05 Úkraínskir hermenn á austurbakka Dniproár. AP/Mstyslav Chernov Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa staðið í vegi þess að nýr aðstoðarpakki handa Úkraínumönnum verði staðfestur á þinginu, þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni. Þeir vilja umfangsmiklar fjárveitingar til aukinnar öryggisgæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hert lög varðandi farand- og flóttafólk, í skiptum fyrir neyðarpakkann og eiga viðræður sér stað á þinginu. Einnig hafa þúsundir sprengikúla sem áttu að fara til Úkraínu, farið til Ísrael á undanförnum mánuðum. Þá hafa ríki Evrópu ekki getað staðið við loforð sín um skotfærasendingar vegna lítillar framleiðslugetu í heimsálfunni. Evrópa hefur hingað til sent Úkraínumönnum um þriðjung af þeim milljón sprengikúlum sem til stóð að senda fyrir síðasta sumar. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Reuters fréttaveitan hefur eftir Oleksandr Tarnavskí að vandamálið sé stórt. Hann sagði fréttaveitunni í gær að vandamálið ætti við allar vígstöðvar í Úkraínu og að nauðsynlegt hefði verið að gera breytingar +s á aðgerðum úkraínska hersins. Tarnavskí sagði Rússa einnig eiga í vandræðum með skotfæri en fór ekki nánar út í hvað hann ætti við með því. NEW: A combination of artillery ammunition shortages and delays in the provision of Western security assistance is likely causing Ukrainian forces to husband materiel and may delay future Ukrainian counteroffensive operations. (1/4) pic.twitter.com/b3rWfcteIE— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) December 19, 2023 Hann leiddi gagnsókn Úkraínumanna í Kherson á sínum tíma og spilaði stóra rullu í tilraunum Úkraínumanna til að brjóta varnir Rússa í Sapórisjíahéraði á bak aftur síðasta sumar og haust. Nú heldur Tarnavskí utan um varnir Úkraínumanna við Avdívka í austurhluta landsins, þar sem Rússar hafa gert umfangsmiklar og verulega kostnaðarsamar árásir á undanförnum vikum og mánuðum. Skjáskot úr myndbandi sem tekið var með dróna norður af Stepove, nærri Avdívka, þann 6. desember. Á þessu myndbandi og öðru sem tekið var á sömu slóðum, má sjá lík um 150 rússneskra hermanna. Frá því árásir Rússa við Avdívka hófust af miklum þunga í október hefur myndefni frá Úkraínumönnum sýnt gífurlegt mannfall meðal rússneskra hermanna.AP/Úkraínski herinn Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst rúmlega þrettán þúsund hermanna í austurhluta Úkraínu frá því í október, flesta við Avdívka, og rúmlega 220 skrið- og bryndreka á sama tímabili. Sjá einnig: Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Tarnavskí segir Rússa hafa náð takmörkuðum árangri við Avdívka og sótt mest fram um tvo kílómetra við bæinn, sem hefur verið á fremstu víglínu frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Herforinginn segir Rússa reyna að nota yfirburði þeirra varðandi fjölda hermanna. Aukin óánægja Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Úkraínskir hermenn segjast enn sannfærðir um að þeir muni sigra Rússa en hafa sífellt meiri áhyggjur af yfirburðum Rússa varðandi hergögn og mannafla. Í samtali við blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa hermenn lýst yfir óánægju með yfirmenn sína og ráðamenn. Í Kherson-héraði, þar sem Úkraínumenn hafa náð fótfestu á austurbakka Dniproár, spyrja hermenn af hverju erfið sókn þeirra yfir ána hófst ekki fyrr í sumar, þegar kuldinn var þeim ekki jafn erfiður og hann er nú. Jafnvel þó þá skorti skotfæri segja úkraínskir hermenn að þeir muni ekki hætt að berjast gegn Rússum. „Ef við eigum ekki eina byssukúlu, munum við drepa þá með skóflum,“ sagði einn viðmælandi AP. Hann ítrekaði að auðvitað væru allir þreyttir á stríðinu, bæði líkamlega og andlega, en uppgjöf kæmi ekki til greina. „Ímyndaðu þér, ef við hættum, hvað gerist næst?“ Sjá einnig: Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Markmið Rússa er að sækja fram í vetur. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því nýverið yfir að enginn friður yrði í Úkraínu fyrr en markmiðum hans yrði náð. Ráðamenn á Vesturlöndum segja að markmið Pútíns sé enn að leggja alla Úkraínu undir sig. Málpípur Pútíns í fjölmiðlum í Rússlandi hafa að undanförnu rætt opinberlega í vinsælustu umræðuþáttum landsins, hvernig Rússar eigi að refsa Úkraínumönnum fyrir mótspyrnuna þegar stríðið er unnið. Þeir tala jafnvel um það að þurfa að drepa minnst tvær milljónir Úkraínumanna til að brjóta baráttuvilja þjóðarinnar á bak aftur. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15 Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. 15. desember 2023 13:39 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa staðið í vegi þess að nýr aðstoðarpakki handa Úkraínumönnum verði staðfestur á þinginu, þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni. Þeir vilja umfangsmiklar fjárveitingar til aukinnar öryggisgæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hert lög varðandi farand- og flóttafólk, í skiptum fyrir neyðarpakkann og eiga viðræður sér stað á þinginu. Einnig hafa þúsundir sprengikúla sem áttu að fara til Úkraínu, farið til Ísrael á undanförnum mánuðum. Þá hafa ríki Evrópu ekki getað staðið við loforð sín um skotfærasendingar vegna lítillar framleiðslugetu í heimsálfunni. Evrópa hefur hingað til sent Úkraínumönnum um þriðjung af þeim milljón sprengikúlum sem til stóð að senda fyrir síðasta sumar. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Reuters fréttaveitan hefur eftir Oleksandr Tarnavskí að vandamálið sé stórt. Hann sagði fréttaveitunni í gær að vandamálið ætti við allar vígstöðvar í Úkraínu og að nauðsynlegt hefði verið að gera breytingar +s á aðgerðum úkraínska hersins. Tarnavskí sagði Rússa einnig eiga í vandræðum með skotfæri en fór ekki nánar út í hvað hann ætti við með því. NEW: A combination of artillery ammunition shortages and delays in the provision of Western security assistance is likely causing Ukrainian forces to husband materiel and may delay future Ukrainian counteroffensive operations. (1/4) pic.twitter.com/b3rWfcteIE— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) December 19, 2023 Hann leiddi gagnsókn Úkraínumanna í Kherson á sínum tíma og spilaði stóra rullu í tilraunum Úkraínumanna til að brjóta varnir Rússa í Sapórisjíahéraði á bak aftur síðasta sumar og haust. Nú heldur Tarnavskí utan um varnir Úkraínumanna við Avdívka í austurhluta landsins, þar sem Rússar hafa gert umfangsmiklar og verulega kostnaðarsamar árásir á undanförnum vikum og mánuðum. Skjáskot úr myndbandi sem tekið var með dróna norður af Stepove, nærri Avdívka, þann 6. desember. Á þessu myndbandi og öðru sem tekið var á sömu slóðum, má sjá lík um 150 rússneskra hermanna. Frá því árásir Rússa við Avdívka hófust af miklum þunga í október hefur myndefni frá Úkraínumönnum sýnt gífurlegt mannfall meðal rússneskra hermanna.AP/Úkraínski herinn Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst rúmlega þrettán þúsund hermanna í austurhluta Úkraínu frá því í október, flesta við Avdívka, og rúmlega 220 skrið- og bryndreka á sama tímabili. Sjá einnig: Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Tarnavskí segir Rússa hafa náð takmörkuðum árangri við Avdívka og sótt mest fram um tvo kílómetra við bæinn, sem hefur verið á fremstu víglínu frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Herforinginn segir Rússa reyna að nota yfirburði þeirra varðandi fjölda hermanna. Aukin óánægja Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Úkraínskir hermenn segjast enn sannfærðir um að þeir muni sigra Rússa en hafa sífellt meiri áhyggjur af yfirburðum Rússa varðandi hergögn og mannafla. Í samtali við blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa hermenn lýst yfir óánægju með yfirmenn sína og ráðamenn. Í Kherson-héraði, þar sem Úkraínumenn hafa náð fótfestu á austurbakka Dniproár, spyrja hermenn af hverju erfið sókn þeirra yfir ána hófst ekki fyrr í sumar, þegar kuldinn var þeim ekki jafn erfiður og hann er nú. Jafnvel þó þá skorti skotfæri segja úkraínskir hermenn að þeir muni ekki hætt að berjast gegn Rússum. „Ef við eigum ekki eina byssukúlu, munum við drepa þá með skóflum,“ sagði einn viðmælandi AP. Hann ítrekaði að auðvitað væru allir þreyttir á stríðinu, bæði líkamlega og andlega, en uppgjöf kæmi ekki til greina. „Ímyndaðu þér, ef við hættum, hvað gerist næst?“ Sjá einnig: Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Markmið Rússa er að sækja fram í vetur. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því nýverið yfir að enginn friður yrði í Úkraínu fyrr en markmiðum hans yrði náð. Ráðamenn á Vesturlöndum segja að markmið Pútíns sé enn að leggja alla Úkraínu undir sig. Málpípur Pútíns í fjölmiðlum í Rússlandi hafa að undanförnu rætt opinberlega í vinsælustu umræðuþáttum landsins, hvernig Rússar eigi að refsa Úkraínumönnum fyrir mótspyrnuna þegar stríðið er unnið. Þeir tala jafnvel um það að þurfa að drepa minnst tvær milljónir Úkraínumanna til að brjóta baráttuvilja þjóðarinnar á bak aftur.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15 Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. 15. desember 2023 13:39 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15
Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. 15. desember 2023 13:39
Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent