
Spánn

Draumabrúðkaup Ölmu á Spáni
Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman vestanhafs, giftist breska leikaranum Ed Weeks á Spáni liðna helgi. Vinkonur Ölmu úr Nylon voru á meðal veislugesta.

Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“
Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu.

Káfaði á fréttakonu í beinni
Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn.

Hefja rannsókn á máli Rubiales sem er sakaður um kynferðislega áreitni
Sett hefur verið á laggirnar rannsókn á fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Luis Rubiales.

Koss dauðans hjá Rubiales
Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld.

Tilvistarkreppa ólífuolíunnar
Ólífuuppskeran á Spáni hefur hrunið á undanförnum mánuðum vegna viðvarandi þurrka. Verð hefur hækkað upp úr öllu valdi og neytendur segjast þurfa að skera niður innkaup á annarri matvöru til að hafa efni á ólífuolíunni.

Rubiales ákærður og kallaður til skýrslutöku
Saksóknaraembætti á Spáni hefur lagt fram ákæru á hendur Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að Jenni Hermoso, leikmaður landsliðs Spánar, tilkynnti málið formlega á þriðjudag.

Rubiales gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti fengið allt að fjögurra ára fangelsisdóm ef hann verður fundinn sekur um kynferðisbrot.

„Ég hef aldrei verið svona hrifin eins og núna“
„Ég er allavega rosalega skotin og er bara að njóta þess viku fyrri viku, ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en vá hvað þetta er gaman,“ segir fegurðardrottningin og lífstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir í hlaðvarpsþætti hennar, Lífið með Lindu Pé, spurð hvort hún sé ástfangin.

Hermoso leggur inn kvörtun til saksóknara vegna forsetans
Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, sem mátti þola óumbeðinn rembingskoss frá forseta spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar glæsts sigurs á HM í sumar, hefur lagt inn saksóknaraembættisins á Spáni vegna hegðunar forsetans, Luis Rubiales.

Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum.

Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni
Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær.

Skógareldarnir á Tenerife í rénun
Skógareldarnir á Tenerife eru skæðustu skógareldar ársins á Spáni og þeir skæðustu á Kanaríeyjum í meira en 40 ár.

Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot
Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi.

Stærsti kókaínfundur í sögu Spánar
Lögreglan á Spáni lagði hald á tæp 10 tonn af kókaíni í vikunni. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu Spánar. Talið er að 30 glæpasamtök í Evrópu komi að smyglinu.

Sakar Jenni Hermoso um lygar
Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið.

Linda Pé fann ástina á Spáni
Fegurðardrottningin og lífstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir hefur fundið ástina í faðmi spænska folans, Jaime. Parið kynntist á Spáni.

Borgaryfirvöld í Barcelona dreifa vatni og derhúfum til heimilislausra
Hitamet hafa fallið síðustu nætur í Barcelona, þar sem hitinn fór lægst í um 30 gráður á 24 klukkustunda tímabili. Hitinn í gær fór í 38,8 stig, sem er nýtt met en gamla metið var 37,4 gráður.

Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega.

Rekja gróðureldana á Tenerife til vísvitandi íkveikju
Lögreglan á Tenerife telur að vísvitandi íkveikja hafi komið stjórnlausum gróðureldum sem geisa enn á eyjunni af stað. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna eldanna.

Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins
Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss.

Spænskur áhrifavaldur á dauðadóm yfir höfði sér
Spænskur karlmaður um þrítugt á yfir höfði sér dauðadóm í Tælandi fyrir að hafa myrt kólumbískan ástmann sinn, bútað hann í sundur og dreift líkamshlutum hans á sorphauga og í sjóinn.

Spánn heimsmeistari í fyrsta sinn
Spánverjar eru heimsmeistarar kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik HM í Sydney í dag.

Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“
Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið.

Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna
Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum.

Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife
Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá.

Sækist eftir að sitja áfram á Spáni
Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, segist ætla að biðja neðri deild þingsins um að leggja blessun sína yfir nýja minnihlutastjórn í kjölfar þingkosningana í síðasta mánuði. Hvorug blokkin í spænskum stjórnmálum náði hreinum meirihluta og stjórnarmyndun gengur treglega.

Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda
Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall.

Nóg vatn fyrir golfvelli en ekki fyrir fólk
Á sama tíma og fimmtungur spænsku þjóðarinnar býr við vatnsskömmtun vegna hita, er ekkert lát á vökvun golfvalla í landinu. Golfvellirnir í Andalúsíu nota jafn mikið vatn árlega og rúmlega ein milljón manna.

Senjoríturnar dönsuðu sig inn í átta liða úrslitin
Það var lítil spenna í leik Spánar og Sviss á HM kvenna í nótt. Sviss átti aldrei möguleika og varð að sætta sig við 5-1 tap.