Meðal annars var brotist inn á heimili knattspyrnumannanna Radamel Falcao og Rodrygo Goes en við handtökurnar á þessum sex einstaklingum, fimm karlmönnum og einni konu, lagði lögreglan hald á þýfi. Þar á meðal tíu úr og yfir þrú þúsund evrur. Þá var einnig lagt hald á tvær loftbyssur.
Handtökurnar áttu sér stað þann 13. febrúar síðastliðinn en aðeins núna í þessari vikur var greint frá þeim en innbrotahrinan, sem umræddir einstaklingar eru taldir hafa staðið fyrir, stóð yfir í júlímánuði árið 2022 í og við Madríd.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru hinir grunuðu vel undirbúnir fyrir innbrotin og höfðu lagt á sig mikla undirbúningsvinnu.
Þrjú af þeim sex sem handtekin voru eru í gæsluvarðhaldi og rannsókn málsins stendur enn yfir.