Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 07:54 Reykur yfir Gasa. Myndin er tekin um helgina. Alls eru 25 þúsund látin á Gasa frá því að árásir Ísraela hófust þann 7. október í kjölfar árása Hamas í Ísrael. 1.300 létust í árásum Hamas. Vísir/EPA Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. Á vef Guardian segir að ráðherrarnir 27 muni fyrst funda með utanríkisráðherra Ísrael, Israel Katz, og svo með utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki. Þeir tveir munu ekki hittast á fundi. Eftir það munu evrópsku ráðherrarnir einnig funda með utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi Arabíu. Ekki er eining um lausn á svæðinu í Evrópu en í grein Guardian um málið segir að á meðan Írar og Spánverjar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi hafi Þjóðverjar ekki gert það. Evrópskir ráðamenn hafi þó teiknað upp það sem þeir sjái fyrir sér að gerist eftir stríðið. Þeir geri ráð fyrir að langvarandi hertöku Ísraela á svæðinu muni ljúka og að Hamas verði ekki lengur við völd heldur stjórni heimastjórn Palestínumanna. Israel Katz er utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun fyrst funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Á Guardian segir að varaforsætisráðherra Írlands, sem einnig er utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, verði á ráðstefnu ráðherranna í Brussel í dag þar sem hann vonast til þess að hægt verði að setja meiri þrýsting á Ísrael að láta af hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hann mun á fundinum ítreka áhyggjur Íra af almenningi í Palestínu og hvetja til þess að vopnahléi verði komið á strax. Þá þurfi einnig að vinna að því að fá gíslum Hamas sleppt og að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. Haft er eftir honum að Evrópusambandið þurfi að vera skýrt og ákveðið hvað þetta varðar. Mótmælendur tjalda við heimili Netanyahu Á meðan því stendur hafa mótmælendur tjaldað nærri heimili Netanyahu í Jerúsalem og krefjast þess að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við Hamas um að sleppa gíslunum. Mótmælendur eru fjölskyldumeðlimir og vinir gíslanna sem enn eru í haldi Hamas og hafa verið það frá 7. október. Netanyahu hafnaði um helgina skilmálum Hamas til að sleppa gíslunum en meðal þeirra voru að Ísrael myndi binda enda á stríðið og láta Hamas um stjórn á Gasa. Riyad al-Maliki mun funda með ráðherrunum að loknum fundi þeirra með Katz. Ekki er talið líklegt að þeir al-Maliki og Katz fundi saman. Vísir/EPA Alls hafa um 25 þúsund látist í stríðinu sem hefur geisað á Gasa frá því í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. Þetta kemur fram á vef BBC. Heilbrigðisráðuneytinu er stjórnað af Hamas samtökunum. Í yfirlýsingu frá þeim í gær kom fram að síðasta sólarhringinn hefðu 178 dáið og því væri það ein banvænasti dagur stríðsins. Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Spánn Írland Þýskaland Tengdar fréttir Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Á vef Guardian segir að ráðherrarnir 27 muni fyrst funda með utanríkisráðherra Ísrael, Israel Katz, og svo með utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki. Þeir tveir munu ekki hittast á fundi. Eftir það munu evrópsku ráðherrarnir einnig funda með utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi Arabíu. Ekki er eining um lausn á svæðinu í Evrópu en í grein Guardian um málið segir að á meðan Írar og Spánverjar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi hafi Þjóðverjar ekki gert það. Evrópskir ráðamenn hafi þó teiknað upp það sem þeir sjái fyrir sér að gerist eftir stríðið. Þeir geri ráð fyrir að langvarandi hertöku Ísraela á svæðinu muni ljúka og að Hamas verði ekki lengur við völd heldur stjórni heimastjórn Palestínumanna. Israel Katz er utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun fyrst funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Á Guardian segir að varaforsætisráðherra Írlands, sem einnig er utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, verði á ráðstefnu ráðherranna í Brussel í dag þar sem hann vonast til þess að hægt verði að setja meiri þrýsting á Ísrael að láta af hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hann mun á fundinum ítreka áhyggjur Íra af almenningi í Palestínu og hvetja til þess að vopnahléi verði komið á strax. Þá þurfi einnig að vinna að því að fá gíslum Hamas sleppt og að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. Haft er eftir honum að Evrópusambandið þurfi að vera skýrt og ákveðið hvað þetta varðar. Mótmælendur tjalda við heimili Netanyahu Á meðan því stendur hafa mótmælendur tjaldað nærri heimili Netanyahu í Jerúsalem og krefjast þess að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við Hamas um að sleppa gíslunum. Mótmælendur eru fjölskyldumeðlimir og vinir gíslanna sem enn eru í haldi Hamas og hafa verið það frá 7. október. Netanyahu hafnaði um helgina skilmálum Hamas til að sleppa gíslunum en meðal þeirra voru að Ísrael myndi binda enda á stríðið og láta Hamas um stjórn á Gasa. Riyad al-Maliki mun funda með ráðherrunum að loknum fundi þeirra með Katz. Ekki er talið líklegt að þeir al-Maliki og Katz fundi saman. Vísir/EPA Alls hafa um 25 þúsund látist í stríðinu sem hefur geisað á Gasa frá því í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. Þetta kemur fram á vef BBC. Heilbrigðisráðuneytinu er stjórnað af Hamas samtökunum. Í yfirlýsingu frá þeim í gær kom fram að síðasta sólarhringinn hefðu 178 dáið og því væri það ein banvænasti dagur stríðsins.
Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Spánn Írland Þýskaland Tengdar fréttir Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49
Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15