Bretland Chelsea varði Englandsmeistaratitilinn þökk sé sigri á Man United Chelsea er Englandsmeistari kvenna í fótbolta eftir 4-2 sigur á Manchester United er lokaumferð deildarinnar fór fram. Arsenal endar stigi á eftir Chelsea eftir 2-0 útisigur á Dagný Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United. Enski boltinn 8.5.2022 13:09 Útlit fyrir sögulegan sigur Sinn Fein Allt stefnir í stórsigur Sinn Fein í kosningunum á Norður-Írlandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem flokkur þjóðernissinna er stærsti flokkur landsins. Erlent 7.5.2022 18:00 Chelsea búið að samþykkja nýja eigendur Búið er að ná samkomulagi um nýtt eignarhald á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að félagið var tekið af fyrrum eiganda þess, Rússanum Roman Abramovich í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Enski boltinn 7.5.2022 10:30 Harry og Andrés fá ekki að vera með á svölunum Harry og Andrés Bretaprinsar verða ekki meðal annarra meðlima konungsfjölskyldunnar sem munu veifa fjöldanum á svölum Buckingham-hallar þegar Bretar fagna platínum-afmæli drottningarinnar 2. júní. Erlent 6.5.2022 15:05 Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. Erlent 6.5.2022 07:55 Sneru við farþegaþotu vegna próflauss aðstoðarflugmanns Farþegaþotu Virgin Atlantic-flugfélagsins sem var á leið frá London til New York var snúið við til Heathrow-flugvallar eftir að á daginn kom að aðstoðarflugmaðurinn hafði ekki lokið lokaprófi. Erlent 5.5.2022 10:39 Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag rétt eins og Íslendingar eftir rúma viku. Í Englandi eru 4.360 sæti í boði í 146 sveitarstjórnum auk þess sem kosið er um borgarstjóra víða. Erlent 5.5.2022 07:26 Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja ákærður fyrir kókaínsmygl Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og kókaínsmygl. Lögmaður hans segir að hann muni lýsa yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Erlent 4.5.2022 23:26 Lýsa helvíti á jörð í Mariupol Óbreyttir borgarar sem komust frá Mariupol um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Forsætisráðherra Bretlands sagðist sannfærður um sigur Úkraínu í stríðinu við Rússa þegar hann ávarpaði þing landsins í dag. Erlent 3.5.2022 19:20 Spinal Tap-trommarinn látinn Breski trommarinn Ric Parnell, sem fór með hlutverk trommarans Mick Shrimpton í sýndarsveitinni Spinal Tap, er látinn, 70 ára að aldri. Lífið 3.5.2022 10:04 Heklar borðtuskur á Selfossi til að komast í Oxford-háskóla Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum. Innlent 1.5.2022 20:18 Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka. Lífið 1.5.2022 13:11 Segir af sér eftir að hafa horft á klám í stundarbrjálæði Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur sagt af sér eftir að hafa viðurkennt að hafa horft á klám í þingsal. Hann segir að þetta hafi gerst í stundarbrjálæði. Erlent 30.4.2022 14:34 Gæti misst þingsætið eftir að hafa horft á klám í þingsal Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur verið rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins eftir að hafa viðurkennt að hafa horft á klám í þingsal. Erlent 30.4.2022 11:01 Anfield fær ekki EM-leiki af því hann er of lítill Liverpool spilar undanúrslitaleik í Meistaradeildinni á Anfield leikvanginum á móti Villarreal í kvöld en þessi heimsfrægi leikvangur nær þó ekki lágmarki UEFA fyrir Evrópumótið í fótbolta. Fótbolti 27.4.2022 10:31 Takmarka aðgengi að matarolíu vegna stríðsins Matvöruverslanir í Bretlandi hafa takmarkað aðgengi viðskiptavina sinna að matarolíu. Mikill meirihluti sólblómaolíu landsins kemur frá Úkraínu. Erlent 23.4.2022 21:30 Leggur hanskana á hilluna eftir bardaga kvöldsins: Er á betri stað en síðast Hnefaleikakappinn Tyson Fury segist ekki geta beðið eftir því að leggja hanskana á hilluna. Hann hefur fengið mikla umfjöllun fyrir sigra sína innan hringsins og baráttu við þunglyndi utan hans. Sport 23.4.2022 09:01 Bretlandsdrottning fagnar 96 ára afmæli Elísabet önnur drottning Bretlands fagnar 96 ára afmæli í dag. Hún hyggst eyða deginum með fjölskyldu og vinum á býli í Norfolk í Englandi. Erlent 21.4.2022 11:38 Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. Erlent 20.4.2022 11:24 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Erlent 19.4.2022 16:25 Advania kaupir Azzure IT Advania hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast sextíu nýir sérfræðingar á því sviði í hóp Advania-samstæðunnar. Viðskipti innlent 19.4.2022 10:48 Handtekinn fyrir tilraun til að myrða lögregluþjóna Lögreglan í London hefur handtekið mann fyrir meinta morðtilraun sem beindist gegn tveimur lögregluþjónum í Westiminster. Erlent 18.4.2022 15:33 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Erlent 15.4.2022 09:50 Hótuðu að skera fingurna af fyrrverandi landsliðsmanni Englands Ashley Cole, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, varð fyrir óþægilegri lífsreynslu þegar innbrotsþjófar brutust inn í hús hans í janúar 2020. Fótbolti 14.4.2022 08:00 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. Erlent 12.4.2022 13:18 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. Erlent 11.4.2022 22:55 Sakfelldur vegna morðsins á þingmanninum Sir David Amess Dómstóll í Bretlandi hefur fundið íslamska ofstækismanninn Ali Harbi Ali sekan af ákæru um morðið á þingmanninum Sir David Amess í október 2021. Erlent 11.4.2022 14:57 „Þreytt og þreklaus“ eftir Covid Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu. Erlent 11.4.2022 10:08 Ed Sheeran hafði betur í Shape of You-máli Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í höfundarréttarmáli þar sem hann var sakaður um lagastuld í tengslum við stórsmellinn Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Dómur í málinu féll í morgun. Tónlist 6.4.2022 10:07 Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík Stærsta herskip sem komið hefur til Íslands og flaggskip breska sjóhersins, flugmóðurskipið Prince of Wales, verður í Reykjavík fram á föstudag. Koma skipsins tengist þó ekki varnaræfingunni Norður-Víkingi heldur er liður í reynslusiglingum skipsins um Norður-Atlantshaf. Innlent 4.4.2022 20:42 « ‹ 44 45 46 47 48 49 50 51 52 … 134 ›
Chelsea varði Englandsmeistaratitilinn þökk sé sigri á Man United Chelsea er Englandsmeistari kvenna í fótbolta eftir 4-2 sigur á Manchester United er lokaumferð deildarinnar fór fram. Arsenal endar stigi á eftir Chelsea eftir 2-0 útisigur á Dagný Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United. Enski boltinn 8.5.2022 13:09
Útlit fyrir sögulegan sigur Sinn Fein Allt stefnir í stórsigur Sinn Fein í kosningunum á Norður-Írlandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem flokkur þjóðernissinna er stærsti flokkur landsins. Erlent 7.5.2022 18:00
Chelsea búið að samþykkja nýja eigendur Búið er að ná samkomulagi um nýtt eignarhald á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að félagið var tekið af fyrrum eiganda þess, Rússanum Roman Abramovich í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Enski boltinn 7.5.2022 10:30
Harry og Andrés fá ekki að vera með á svölunum Harry og Andrés Bretaprinsar verða ekki meðal annarra meðlima konungsfjölskyldunnar sem munu veifa fjöldanum á svölum Buckingham-hallar þegar Bretar fagna platínum-afmæli drottningarinnar 2. júní. Erlent 6.5.2022 15:05
Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. Erlent 6.5.2022 07:55
Sneru við farþegaþotu vegna próflauss aðstoðarflugmanns Farþegaþotu Virgin Atlantic-flugfélagsins sem var á leið frá London til New York var snúið við til Heathrow-flugvallar eftir að á daginn kom að aðstoðarflugmaðurinn hafði ekki lokið lokaprófi. Erlent 5.5.2022 10:39
Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag rétt eins og Íslendingar eftir rúma viku. Í Englandi eru 4.360 sæti í boði í 146 sveitarstjórnum auk þess sem kosið er um borgarstjóra víða. Erlent 5.5.2022 07:26
Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja ákærður fyrir kókaínsmygl Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og kókaínsmygl. Lögmaður hans segir að hann muni lýsa yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Erlent 4.5.2022 23:26
Lýsa helvíti á jörð í Mariupol Óbreyttir borgarar sem komust frá Mariupol um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Forsætisráðherra Bretlands sagðist sannfærður um sigur Úkraínu í stríðinu við Rússa þegar hann ávarpaði þing landsins í dag. Erlent 3.5.2022 19:20
Spinal Tap-trommarinn látinn Breski trommarinn Ric Parnell, sem fór með hlutverk trommarans Mick Shrimpton í sýndarsveitinni Spinal Tap, er látinn, 70 ára að aldri. Lífið 3.5.2022 10:04
Heklar borðtuskur á Selfossi til að komast í Oxford-háskóla Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum. Innlent 1.5.2022 20:18
Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka. Lífið 1.5.2022 13:11
Segir af sér eftir að hafa horft á klám í stundarbrjálæði Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur sagt af sér eftir að hafa viðurkennt að hafa horft á klám í þingsal. Hann segir að þetta hafi gerst í stundarbrjálæði. Erlent 30.4.2022 14:34
Gæti misst þingsætið eftir að hafa horft á klám í þingsal Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur verið rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins eftir að hafa viðurkennt að hafa horft á klám í þingsal. Erlent 30.4.2022 11:01
Anfield fær ekki EM-leiki af því hann er of lítill Liverpool spilar undanúrslitaleik í Meistaradeildinni á Anfield leikvanginum á móti Villarreal í kvöld en þessi heimsfrægi leikvangur nær þó ekki lágmarki UEFA fyrir Evrópumótið í fótbolta. Fótbolti 27.4.2022 10:31
Takmarka aðgengi að matarolíu vegna stríðsins Matvöruverslanir í Bretlandi hafa takmarkað aðgengi viðskiptavina sinna að matarolíu. Mikill meirihluti sólblómaolíu landsins kemur frá Úkraínu. Erlent 23.4.2022 21:30
Leggur hanskana á hilluna eftir bardaga kvöldsins: Er á betri stað en síðast Hnefaleikakappinn Tyson Fury segist ekki geta beðið eftir því að leggja hanskana á hilluna. Hann hefur fengið mikla umfjöllun fyrir sigra sína innan hringsins og baráttu við þunglyndi utan hans. Sport 23.4.2022 09:01
Bretlandsdrottning fagnar 96 ára afmæli Elísabet önnur drottning Bretlands fagnar 96 ára afmæli í dag. Hún hyggst eyða deginum með fjölskyldu og vinum á býli í Norfolk í Englandi. Erlent 21.4.2022 11:38
Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. Erlent 20.4.2022 11:24
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Erlent 19.4.2022 16:25
Advania kaupir Azzure IT Advania hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast sextíu nýir sérfræðingar á því sviði í hóp Advania-samstæðunnar. Viðskipti innlent 19.4.2022 10:48
Handtekinn fyrir tilraun til að myrða lögregluþjóna Lögreglan í London hefur handtekið mann fyrir meinta morðtilraun sem beindist gegn tveimur lögregluþjónum í Westiminster. Erlent 18.4.2022 15:33
Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Erlent 15.4.2022 09:50
Hótuðu að skera fingurna af fyrrverandi landsliðsmanni Englands Ashley Cole, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, varð fyrir óþægilegri lífsreynslu þegar innbrotsþjófar brutust inn í hús hans í janúar 2020. Fótbolti 14.4.2022 08:00
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. Erlent 12.4.2022 13:18
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. Erlent 11.4.2022 22:55
Sakfelldur vegna morðsins á þingmanninum Sir David Amess Dómstóll í Bretlandi hefur fundið íslamska ofstækismanninn Ali Harbi Ali sekan af ákæru um morðið á þingmanninum Sir David Amess í október 2021. Erlent 11.4.2022 14:57
„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu. Erlent 11.4.2022 10:08
Ed Sheeran hafði betur í Shape of You-máli Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í höfundarréttarmáli þar sem hann var sakaður um lagastuld í tengslum við stórsmellinn Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Dómur í málinu féll í morgun. Tónlist 6.4.2022 10:07
Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík Stærsta herskip sem komið hefur til Íslands og flaggskip breska sjóhersins, flugmóðurskipið Prince of Wales, verður í Reykjavík fram á föstudag. Koma skipsins tengist þó ekki varnaræfingunni Norður-Víkingi heldur er liður í reynslusiglingum skipsins um Norður-Atlantshaf. Innlent 4.4.2022 20:42