Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 14:04 Röðin liggur með fram bökkum Thames-árinnar. Ian West/PA Images via Getty Images Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35
Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29