Bretland

Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins.

Bretar viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð
Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins.

Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt
Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna.

EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur
Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.

Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn
Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis.

Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar
Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur.

Kynferðisbrotamaðurinn Rolf Harris er látinn
Ástralski kynferðisbrotamaðurinn og fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn Rolf Harris er látinn, 93 ára að aldri.

Ray Stevenson látinn
Breski leikarinn Ray Stevenson er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjónvarpsþáttaseríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvikmyndaseríanna Thor og Divergent.

Leitað við stíflu í máli McCann
Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007.

BBC skipað að mæta fyrir yfirrétt á Indlandi vegna heimildarmyndar
Yfirdómstóllinn í Delhi á Indlandi hefur fyrirskipað BBC að mæta fyrir dóm í meiðyrðamáli sem samtök höfðuðu á hendur breska ríkisútvarpinu vegna heimildarmyndar um framgöngu forsætisráðherrans Narendra Modi þega óeirðir brutust út í Gujarat árið 2002.

Kínverjar æfir út í G7 ríkin
Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins.

Lömuð sænsk kona föst á Bretlandseyjum vegna skrifræðis
Sænsk kona sem hefur verið búsett í Lundúnum í 25 ár lamaðist í hjólaslysi fyrir um ári síðan og hefur verið send á milli sjúkrahúsa á Bretlandseyjum í ár. Maðurinn hennar vill flytja hana heim til Svíþjóðar en þar neita yfirvöld að taka við henni þar sem hún er ekki skráður íbúi.

Bresk kona fannst látin á afskekktu svæði í Grikklandi
Bresk kona, 74 ára gömul, fannst látin á afskekktu svæði á grísku eyjunni Telendos. Hún hafði verið í fríi með eiginmanni sínum en hvarf 30. apríl síðastliðinn. Fjölskyldan er í sárum.

Lentu loksins í Keflavík eftir næstum 40 tíma seinkun
Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun
Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur.

Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið.

Bassaleikari The Smiths er látinn
Andy Rourke, bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, er látinn, 59 ára að aldri.

Selenskí á leið til Hiroshima
Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu.

Jarðarför Elísabetar Bretlandsdrottningar kostaði 28 milljarða
Jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar kostaði 162 milljónir punda eða um 28,3 milljarða íslenskra króna. Talið er að mestur peningur hafi farið í löggæslu.

Annar ríkustu bræðra Bretlands er látinn
Srichand Hinduja, stjórnarformaður The Hinduja Group, er látinn, 87 ára að aldri. Glímdi hann við heilabilun síðustu ár lífs síns.

Harry og Meghan nærri því að lenda í stórslysi
Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, segjast hafa verið nálægt því að lenda í stórslysi í gær vegna ljósmyndara sem veittu þeim eftirför í New York þar sem þau yfirgáfu verðlaunahátíð.

Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna
Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður.

Þessi skipuðu íslensku dómnefndina í Eurovision
Íslenska dómnefndin í Eurovision í ár samanstóð af fimm einstaklingum úr ólíkum áttum í íslensku tónlistarlífi.

Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“
Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar.

Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum
Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak.

Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“
Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007.

Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð
Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs.

Í haldi lögreglu í þrettán tíma fyrir misskilning
Ofuraðdáandi bresku konungsfjölskyldunnar var handtekinn af lögreglunni síðastliðinn laugardag þegar nýr konungur var krýndur og þurfti að dúsa í haldi lögreglunnar í London í þrettán tíma.

Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands.

Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi
Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan.