Bretland

Fréttamynd

Harry og Meg­han beðin um að tæma Frog­mor­e-bústaðinn

Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota.

Lífið
Fréttamynd

Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu

Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka.

Erlent
Fréttamynd

Sagði nei við Bond eftir afar­kost frá eigin­konunni

Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. 

Lífið
Fréttamynd

Veðmálafyrirtæki hverfi framan af treyjunum

Bresk stjórnvöld eru langt komin með frumvarp sem mun banna veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í ensku úrvalsdeildinni. Viðræður eru sagðar eiga sér stað milli stjórnvalda og forráðamanna félaga í deildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks

Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Stað­festa að hin látna er Bull­ey

Lík sem fannst í ánni Wyre í Lancashire á Englandi í gær er lík Nicola Bulley, tveggja barna móður sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Fundu lík þar sem Bulley hvarf

Í kringum hádegi í dag fann lögreglan í Lancashire lík í ánni Wyre. Áin er í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Fá ekki að mæta á verð­launa­af­hendingu vegna ógnar við al­menning

Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní.

Erlent
Fréttamynd

Áður óséð myndefni af Titanic

Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Myndefnið var tekið upp árið 1986, einungis ári eftir að staðsetning skipsflaksins fannst. Meirihluti myndefnisins hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings.

Erlent
Fréttamynd

Sturgeon segir af sér

Nicola Sturgeon hyggst segja af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands. Hún hefur gegnt embættinu síðan árið 2014 en enginn hefur verið ráðherra landsins svo lengi. 

Erlent
Fréttamynd

Sjálfsblekking Arsenal-manna

Nokkur hópur stuðningsmanna Arsenal virðist lifa í ákveðinni sjálfsblekkingu varðandi ímynd félagsins. Það endurspeglaðist vel á leik liðsins við Brentford um helgina en þar tapaði liðið stigum aðra helgina í röð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utan­ríkis­mála­nefnd ekki rætt mál Gylfa sér­stak­lega

Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því.

Innlent
Fréttamynd

Ó­rjúfan­leg vin­átta þjóðanna tveggja

Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Bretlands í dag og fundaði með forsætisráðherra og konungi landsins. Þá ávarpaði hann breska þingið og þakkaði því stuðning í baráttunni við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí í ó­væntri heim­sókn til Bret­lands í dag

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið.

Erlent