Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 01:40 Katrín kom síðast opinberlega fram um jólin. Getty/Chris Jackson Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024 Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07