Kína

Fréttamynd

Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong

Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg

Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði.

Erlent
Fréttamynd

Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong

Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011.

Erlent
Fréttamynd

Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong

Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Xi óskar Guðna til hamingju

Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi.

Innlent
Fréttamynd

Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn.

Erlent
Fréttamynd

Umdeild öryggislög samþykkt í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit

Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar segjast ekki ætla að hafa afskipti af kosningunum

Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri.

Erlent
Fréttamynd

Þrír ind­verskir her­menn létust í á­tökum við kín­verska herinn

Þrír indverskir hermenn létu lífið í átökum við kínverska herinn í Ladakh vegna deilna um Kasmír héraðið. Samkvæmt upplýsingum frá indverska hernum sem birtar voru á vef breska ríkisútvarpsins munu yfirmenn beggja herja funda til að koma í veg fyrir frekari átök og bættu við að báðar hliðar hafi orðið fyrir áfalli.

Erlent