Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 16:46 Frá sjúkrahúsi í Wuhan í janúar í fyrra. AP/Xiong Qi Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02
Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26
WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48