Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 16:46 Frá sjúkrahúsi í Wuhan í janúar í fyrra. AP/Xiong Qi Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02
Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26
WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48