Áströlsk fréttakona sögð hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:40 Cheng Lei (t.h.) hefur nú verið ákærð fyrir að hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum. Getty/David Fitzgerald Ástralski fréttamaðurinn Cheng Lei hefur formlega verið ákærð í Kína eftir marga mánuði í haldi lögregluyfirvalda. Henni er gert það að sök að hafa sagt erlendum aðilum frá kínverskum ríkisleyndarmálum. Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi. Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi.
Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13