Öngþveiti á sporbraut um Mars Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2021 21:02 Tövluteikning af lendingu Perseverance. Vísir/NASA Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Annað geimfar, sem ber einnig vélmenni sem á að lenda á plánetunni rauðu og er frá Bandaríkjunum, fer á braut um Mars í næstu viku. Kínverska geimfarið Tianwen-1 er fyrsta geimfarið sem Kínverjar senda til Mars. Það er um fimm tonn að þyngd en þar er meðtalið vélmenni sem til stendur að lenda á Mars. Áætlað er að reyna að lenda vélmenninu á næstu mánuðum eða í maí eða júní. Takist það yrði Kína annað ríki heimsins til að lenda vélmenni á Mars. Vélmennið kínverska, sem hefur ekki fengið nafn svo vitað sé, myndi þá nota neðanjarðarratsjá til að kanna hvort hægt væri að finna vatn undir yfirborði Mars og vísbendingar um það hvort finna hefði mátt líf á plánetunni á árum áður. Kínverjar sendu nýverið geimfar til tunglsins, sem flutti sýni aftur til jarðarinnar. Sjá einnig: Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót Í næstu viku ætla Bandaríkjamenn svo að lenda vélmenninu Persverance á Mars. Vélmennið er náskylt vélmenninu Curiosity, sem hefur verið á Mars frá 2012. Perserverance er fimmta vélmenni NASA sem á að lenda á Mars. Áður hefur Sojourner, Spirit, Opportunity og Curiosity verið lent þar. Vélmennið er búið sex hjólum og er rúmt tonn að þyngd. Perserverance býr einnig yfir fjölmörgum tækjum og tólum sem ætluð eru til vísindarannsókna og leitar að ummerkjum lífs. Einnig er þyrla á vélmenninu sem til stendur að fljúga á Mars. Þetta getur samt allt klikkað enda er ekki auðvelt að lenda vélmennum á Mars. Á Space.com má finna yfirlit yfir þau för sem senda hafa verið til Mars. Hér má sjá ítarlegt myndband sem sýnir væntanlega lendingu Perseverance á Mars. Áhugasamir geta einnig skoðað gagnvirkt myndband hér sem sýnir hvernig lendingarferli Perseverance á að fara fram. Geimurinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Kína Bandaríkin Mars Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47 Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Annað geimfar, sem ber einnig vélmenni sem á að lenda á plánetunni rauðu og er frá Bandaríkjunum, fer á braut um Mars í næstu viku. Kínverska geimfarið Tianwen-1 er fyrsta geimfarið sem Kínverjar senda til Mars. Það er um fimm tonn að þyngd en þar er meðtalið vélmenni sem til stendur að lenda á Mars. Áætlað er að reyna að lenda vélmenninu á næstu mánuðum eða í maí eða júní. Takist það yrði Kína annað ríki heimsins til að lenda vélmenni á Mars. Vélmennið kínverska, sem hefur ekki fengið nafn svo vitað sé, myndi þá nota neðanjarðarratsjá til að kanna hvort hægt væri að finna vatn undir yfirborði Mars og vísbendingar um það hvort finna hefði mátt líf á plánetunni á árum áður. Kínverjar sendu nýverið geimfar til tunglsins, sem flutti sýni aftur til jarðarinnar. Sjá einnig: Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót Í næstu viku ætla Bandaríkjamenn svo að lenda vélmenninu Persverance á Mars. Vélmennið er náskylt vélmenninu Curiosity, sem hefur verið á Mars frá 2012. Perserverance er fimmta vélmenni NASA sem á að lenda á Mars. Áður hefur Sojourner, Spirit, Opportunity og Curiosity verið lent þar. Vélmennið er búið sex hjólum og er rúmt tonn að þyngd. Perserverance býr einnig yfir fjölmörgum tækjum og tólum sem ætluð eru til vísindarannsókna og leitar að ummerkjum lífs. Einnig er þyrla á vélmenninu sem til stendur að fljúga á Mars. Þetta getur samt allt klikkað enda er ekki auðvelt að lenda vélmennum á Mars. Á Space.com má finna yfirlit yfir þau för sem senda hafa verið til Mars. Hér má sjá ítarlegt myndband sem sýnir væntanlega lendingu Perseverance á Mars. Áhugasamir geta einnig skoðað gagnvirkt myndband hér sem sýnir hvernig lendingarferli Perseverance á að fara fram.
Geimurinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Kína Bandaríkin Mars Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47 Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47
Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59