Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2021 21:21 Frá blaðamannafundinum í dag. AP/Ng Han Guan Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. Vísindamennirnir sem um ræðir luku nýverið mánaðarheimsókn til Wuhan í Kína, þar sem kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Leiðtogi teymisins sagði á blaðamannafundi í dag að veiran hafi að öllum líkindum borist úr dýrum í menn og að kenningar um að hún hefði borist frá rannsóknarstofu væru rangar. Meðal þeirra sem hafa varpað þeirri kenningu fram eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í ríkisstjórn hans. Markmið vísindamanna WHO var að reyna að finna upplýsingar um það hvernig veiran barst fyrst í menn. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Teymið heimsótti meðal annars fiskmarkað þar sem einhverjir hafa talið að veiran hafi borist snemma í menn og sagði einn sérfræðingur teymisins að þar hefðu verið dýr sem gætu hafa borið veiruna. Þar á meðal eru kanínur og rottur. Næsta skref yrði að skoða bóndabæi á svæðinu. Fram kom á blaðamannafundinum að teymið hefði ekki fundið vísbendingar um að nýja kórónuveiran hefði verið í umfangsmikilli dreifingu löngu áður en hún greindist fyrst. Leiðtogi teymisins sagði líkur á því að veiran hefði borist fyrst í menn úr leðurblökum. Hann sagði einnig að það kæmi til greina að veiran hefði borist til Kína í frosnum matvælum og það þyrfti að rannsaka frekar. Yfirvöld í Kína hafa haldið því fram að veiran hafi borist til Kína frá öðrum ríkjum og hefur því ítrekað verið lýst yfir að leifar veirunnar hafi fundist í frosnum matvælum. Samkvæmt áðurnefndum leiðtoga teymisins er talið að veiran geti lifað af í frosti en óljóst sé hvort hún geti borist í menn úr frosnum matvælum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira
Vísindamennirnir sem um ræðir luku nýverið mánaðarheimsókn til Wuhan í Kína, þar sem kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Leiðtogi teymisins sagði á blaðamannafundi í dag að veiran hafi að öllum líkindum borist úr dýrum í menn og að kenningar um að hún hefði borist frá rannsóknarstofu væru rangar. Meðal þeirra sem hafa varpað þeirri kenningu fram eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í ríkisstjórn hans. Markmið vísindamanna WHO var að reyna að finna upplýsingar um það hvernig veiran barst fyrst í menn. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Teymið heimsótti meðal annars fiskmarkað þar sem einhverjir hafa talið að veiran hafi borist snemma í menn og sagði einn sérfræðingur teymisins að þar hefðu verið dýr sem gætu hafa borið veiruna. Þar á meðal eru kanínur og rottur. Næsta skref yrði að skoða bóndabæi á svæðinu. Fram kom á blaðamannafundinum að teymið hefði ekki fundið vísbendingar um að nýja kórónuveiran hefði verið í umfangsmikilli dreifingu löngu áður en hún greindist fyrst. Leiðtogi teymisins sagði líkur á því að veiran hefði borist fyrst í menn úr leðurblökum. Hann sagði einnig að það kæmi til greina að veiran hefði borist til Kína í frosnum matvælum og það þyrfti að rannsaka frekar. Yfirvöld í Kína hafa haldið því fram að veiran hafi borist til Kína frá öðrum ríkjum og hefur því ítrekað verið lýst yfir að leifar veirunnar hafi fundist í frosnum matvælum. Samkvæmt áðurnefndum leiðtoga teymisins er talið að veiran geti lifað af í frosti en óljóst sé hvort hún geti borist í menn úr frosnum matvælum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira