Stjórnsýsla

Fréttamynd

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun

Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Innlent
Fréttamynd

Skatturinn hefur til skoðunar dóm um að hætta skuli birtingu á eigendum félaga

Nokkur Evrópusambandsríki hafa hætt að birta upplýsingar hverjir eiga fyrirtæki í kjölfar að Evrópudómstóllinn taldi að slíkt bryti gegn sáttmála Evrópusambandsins. Lögfræðingur segir að óljóst sé „hvaða – ef einhver – áhrif“ dómurinn muni hafa hér á landi. Full ástæða sé þó fyrir íslensk stjórnvöld til þess að gefa dómnum gaum en ákvæði sáttmála Evrópusambandsins um rétt til friðhelgis einkalífs sé „nánast orðrétt hið sama og finna má í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu“.

Innherji
Fréttamynd

„Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð“

Kona sem var ættleidd frá Sri Lanka með fölsuðum pappírum segir sárt að hafa ekki aðgang að gögnum um sig og telur að einhver þurfi að bera ábyrgð. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum frá yfirvöldum í Sri Lanka en ekki fengið svör. Ráðuneytið ætlar að hefja sérstaka skoðun á málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Að­stoð­ar­rit­stjór­i Eur­om­on­ey gagn­rýn­ir skýrsl­u um sölu á Ís­lands­bank­a

Aðstoðarritstjóri Euromoney gagnrýnir nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að verðið í útboðinu hafi verið sanngjarnt einkum í ljósi krefjandi markaðsaðstæðna. Það hefði haft dýrkeyptar afleiðingar fyrir innlenda hlutabréfamarkaðinn að selja á hærra gengi miðað við eftirspurnina. Að sama skapi hafi umræða um tiltekið Excelskjal verið á villigötum.

Innherji
Fréttamynd

Ferðaþjónustan kom vel undan vetri

Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvorki list né vísindi að selja banka

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun

Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn.

Innlent
Fréttamynd

Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla

Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 

Innlent
Fréttamynd

„Eitt stórt klúður frá upp­hafi til enda“

„Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara.

Innlent
Fréttamynd

Hvað svo?

Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu

Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Sér engar al­var­legar á­bendingar um lög­brot

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.  Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni.

Innlent
Fréttamynd

Klúður! Stað­fest

Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar

Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu.

Innlent
Fréttamynd

Banka­sýslan bregst við Ís­lands­banka­skýrslunni: Fram­kvæmd sölunnar hafi verið í fullu sam­ræmi við lög

Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­þættir ann­markar á Ís­lands­banka­sölunni

Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar.

Viðskipti innlent