Umbi skammar Vinnumálastofnun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2024 23:00 Dráttur Vinnumálastofnunar á málunum var ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur atyrt Vinnumálastofnun fyrir seinagang við afgreiðslu fjölda beiðna um endurútreikning hlutabóta. Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns, þar sem álit hans í málinu er tíundað. Þar segir að í febrúar 2022 hafi úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðað að óheimilt væri að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs, orlofsuppbótar eða desemberuppbótar í þeim mánuði sem greiðslan var innt af hendi. „Í maí 2022 upplýsti Vinnumálastofnun þau sem höfðu fengið greiddar hlutabætur á árunum 2020 og 2021 um að þessi niðurstaða kynni að hafa áhrif á útreikning þeirra og hægt væri að óska eftir endurútreikningi. Í sama mánuði tók Vinnumálastofnun hins vegar í notkun tölvukerfi sem reyndist ekki duga til að framkvæma endurútreikningana. Fyrir vikið voru beiðnir þar að lútandi ekki afgreiddar fyrr en um það bil ári síðar,“ segir í útdrætti Umboðsmanns. Umboðsmaður vildi fá að vita, meðal annars, hvort nýja töluvkerfið hefði verið prófað áður en það var tekið í gagnið, hvert umfang tafanna væri sem orðið hafa á afgreiðslu mála vegna innleiðingar kerfisins og hvort eitthvað hefði verið því til fyrirstöðu að nota aðrar leiðir til að endurreikna bæturnar. Þrátt fyrir að hafa ítrekað síðustu spurninguna segir að Umboðsmaður hafi ekki fengið svar og því hafi tæplega 300 beiðnir um endurútreikning setið á hakanum. „Að áliti umboðsmanns var sá dráttur sem varð á afgreiðslu Vinnumálastofnunar í þessum málum ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Einnig væri aðfinnsluvert að stofnunin hefði ekki afgreitt þær beiðnir sem að hennar mati var augljóst að uppfylltu ekki skilyrði fyrir endurútreikningi eða voru tilhæfulausar. Þá hefði Vinnumálastofnun borið að upplýsa um fyrirsjáanlegar tafir á afgreiðslu málanna, af hverju þær stöfuðu og hvenær mætti vænta niðurstöðu, en því var ekki sinnt,“ segir í útrdrættinum. Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns, þar sem álit hans í málinu er tíundað. Þar segir að í febrúar 2022 hafi úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðað að óheimilt væri að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs, orlofsuppbótar eða desemberuppbótar í þeim mánuði sem greiðslan var innt af hendi. „Í maí 2022 upplýsti Vinnumálastofnun þau sem höfðu fengið greiddar hlutabætur á árunum 2020 og 2021 um að þessi niðurstaða kynni að hafa áhrif á útreikning þeirra og hægt væri að óska eftir endurútreikningi. Í sama mánuði tók Vinnumálastofnun hins vegar í notkun tölvukerfi sem reyndist ekki duga til að framkvæma endurútreikningana. Fyrir vikið voru beiðnir þar að lútandi ekki afgreiddar fyrr en um það bil ári síðar,“ segir í útdrætti Umboðsmanns. Umboðsmaður vildi fá að vita, meðal annars, hvort nýja töluvkerfið hefði verið prófað áður en það var tekið í gagnið, hvert umfang tafanna væri sem orðið hafa á afgreiðslu mála vegna innleiðingar kerfisins og hvort eitthvað hefði verið því til fyrirstöðu að nota aðrar leiðir til að endurreikna bæturnar. Þrátt fyrir að hafa ítrekað síðustu spurninguna segir að Umboðsmaður hafi ekki fengið svar og því hafi tæplega 300 beiðnir um endurútreikning setið á hakanum. „Að áliti umboðsmanns var sá dráttur sem varð á afgreiðslu Vinnumálastofnunar í þessum málum ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Einnig væri aðfinnsluvert að stofnunin hefði ekki afgreitt þær beiðnir sem að hennar mati var augljóst að uppfylltu ekki skilyrði fyrir endurútreikningi eða voru tilhæfulausar. Þá hefði Vinnumálastofnun borið að upplýsa um fyrirsjáanlegar tafir á afgreiðslu málanna, af hverju þær stöfuðu og hvenær mætti vænta niðurstöðu, en því var ekki sinnt,“ segir í útrdrættinum.
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira