Það er íþyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 30. janúar 2024 10:30 Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Því skal fagna að aukins gagnsæis sé að vænta á Alþingi og ég vona að fleiri svona skýrslur verði unnar í öðrum ráðuneytum. Einnig hefði gjarnan mátt skoða hvort einhver innleiðing á EES regluverki sé ófullnægjandi og nái ekki markmiðum sínum – sem undirrituð hefur grun um að sé einnig algengara en margir halda. En það er ekki það sem þessi grein fjallar um. Í kjölfar nýju skýrslunnar um gullhúðun efndu Samtök Iðnaðarins til viðburðar með yfirskriftina „Íþyngjandi regluverk á færibandi”. Ég vil staldra við orðið íþyngjandi. Hér er oft um að ræða regluverk um umhverfismál og það sem kallað er gullhúðun og íþyngjandi er oftar en ekki umhverfi og náttúru í hag. Rökstuðning má greinilega bæta í greinargerðum en við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga. Við hin vitum að þetta eftirpartý er ekki til, við horfum í kring um okkur og það er drasl og skítur út um allt. Það ER mjög íþyngjandi að þurfa að taka til en við getum öll verið sammála um að ekki er hægt að fresta því endalaust. Reyndar er best að taka til sem fyrst því þá getum við jafnvel farið að sofa í hreinu húsi og vaknað þeim mun hressari daginn eftir. Það er líka mjög íþyngjandi að taka til í viðskiptalífinu, stjórnmálunum og okkar persónulegu lifnaðarháttum svo að við getum stefnt að jákvæðum framförum í sátt við umhverfi og náttúru. Þess vegna má alls ekki gleyma að íþyngjandi aðgerðunum getur einnig fylgt ávinningur fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Því skal fagna að aukins gagnsæis sé að vænta á Alþingi og ég vona að fleiri svona skýrslur verði unnar í öðrum ráðuneytum. Einnig hefði gjarnan mátt skoða hvort einhver innleiðing á EES regluverki sé ófullnægjandi og nái ekki markmiðum sínum – sem undirrituð hefur grun um að sé einnig algengara en margir halda. En það er ekki það sem þessi grein fjallar um. Í kjölfar nýju skýrslunnar um gullhúðun efndu Samtök Iðnaðarins til viðburðar með yfirskriftina „Íþyngjandi regluverk á færibandi”. Ég vil staldra við orðið íþyngjandi. Hér er oft um að ræða regluverk um umhverfismál og það sem kallað er gullhúðun og íþyngjandi er oftar en ekki umhverfi og náttúru í hag. Rökstuðning má greinilega bæta í greinargerðum en við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga. Við hin vitum að þetta eftirpartý er ekki til, við horfum í kring um okkur og það er drasl og skítur út um allt. Það ER mjög íþyngjandi að þurfa að taka til en við getum öll verið sammála um að ekki er hægt að fresta því endalaust. Reyndar er best að taka til sem fyrst því þá getum við jafnvel farið að sofa í hreinu húsi og vaknað þeim mun hressari daginn eftir. Það er líka mjög íþyngjandi að taka til í viðskiptalífinu, stjórnmálunum og okkar persónulegu lifnaðarháttum svo að við getum stefnt að jákvæðum framförum í sátt við umhverfi og náttúru. Þess vegna má alls ekki gleyma að íþyngjandi aðgerðunum getur einnig fylgt ávinningur fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Landverndar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun