Vill þjálla nafn á hreppinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2024 13:40 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að kjósa um hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins, og hvert nýtt nafn ætti að vera. Sveitarstjóri telur að nýrra nafn verði að vera þjálla. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá 10. janúar síðastliðnum. Þar kemur fram að Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri telji mikilvægt að breyta nafni sveitarfélagsins, og að nýtt nafn beri sterkari tengingu til staðsetningar sveitarfélagsins á Íslandi, sé þjálla í notkun og gegni mikilvægu hlutverki í því að skapa ímynd sveitarfélagsins til framtíðar. „Að því gefnu leggur sveitarstjóri til að kosið verði um hvort halda eigi núverandi nafni Skeiða- og Gnúpverjahreppur eða hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins. Kosið verði samhliða forsetakosningum 1. júní 2024,“ segir í fundargerðinni. Þar segir að sveitarstjórn telji mikilvægt að góð umfræða fari fram um mögulega nafnabreytingu, og forsendur hennar. Sveitarstjóra var því falið að boða til íbúafundar í mars, þar sem málið yrði kynnt og rætt. Samþykkt var með fjórum atkvæðum af fimm að kosið yrði um mögulega nafnabreytingu, og hvert nýtt nafn ætti þá að vera. Kosningar færu fram samhliða forsetakosningum 1. júní 2024. Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjórnarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu tillögunnar. „Ég sé ekki ástæðu til að breyta um nafn á sveitarfélaginu, verði farið í þá vegferð tel ég að óska eigi eftir hugmyndum að nafni og síðan verði valdar tvær eða þrjár hugmyndir og kosið um þær,“ segir í bókun sem Gunnar lagði fram við þetta tilefni. Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust undir nafninu Skeiða- og Gnúpverjahreppur vorið 2002. Kosið var um nýtt nafn á hreppinn árið 2016 og hlaut þá nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur 53,11 prósent greiddra atkvæða. Þjórsárhreppur hlaut næstflest atkvæða, og Þjórsársveit þriðju flest. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá 10. janúar síðastliðnum. Þar kemur fram að Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri telji mikilvægt að breyta nafni sveitarfélagsins, og að nýtt nafn beri sterkari tengingu til staðsetningar sveitarfélagsins á Íslandi, sé þjálla í notkun og gegni mikilvægu hlutverki í því að skapa ímynd sveitarfélagsins til framtíðar. „Að því gefnu leggur sveitarstjóri til að kosið verði um hvort halda eigi núverandi nafni Skeiða- og Gnúpverjahreppur eða hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins. Kosið verði samhliða forsetakosningum 1. júní 2024,“ segir í fundargerðinni. Þar segir að sveitarstjórn telji mikilvægt að góð umfræða fari fram um mögulega nafnabreytingu, og forsendur hennar. Sveitarstjóra var því falið að boða til íbúafundar í mars, þar sem málið yrði kynnt og rætt. Samþykkt var með fjórum atkvæðum af fimm að kosið yrði um mögulega nafnabreytingu, og hvert nýtt nafn ætti þá að vera. Kosningar færu fram samhliða forsetakosningum 1. júní 2024. Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjórnarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu tillögunnar. „Ég sé ekki ástæðu til að breyta um nafn á sveitarfélaginu, verði farið í þá vegferð tel ég að óska eigi eftir hugmyndum að nafni og síðan verði valdar tvær eða þrjár hugmyndir og kosið um þær,“ segir í bókun sem Gunnar lagði fram við þetta tilefni. Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust undir nafninu Skeiða- og Gnúpverjahreppur vorið 2002. Kosið var um nýtt nafn á hreppinn árið 2016 og hlaut þá nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur 53,11 prósent greiddra atkvæða. Þjórsárhreppur hlaut næstflest atkvæða, og Þjórsársveit þriðju flest.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira