
Heilbrigðismál

Óvenjumörg sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli
Óvenjulega mikið er að gera í sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Rekstrarstjóri flugþjónustu á vellinum man ekki eftir öðru eins.

Besta lyfið við slitgigt
Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri.

Steen Magnús ráðinn yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga
Steen Magnús Friðriksson hefur verið ráðinn yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum. Steen Magnús hefur starfað sem yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg síðastliðin sex ár.

Lífinu snúið á hvolf við krabbameinsgreiningu
Þau sem greinast með krabbamein sjá lífið í nýju ljósi og þurfa að fóta sig í nýjum veruleika. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda en Ljósið hefur ýtt úr vör nýrri Ljósavinaherferð til að styðja við starfið.

Einkavæðingu Vífilsstaða skotið á frest
Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“.

Ert þú með PCOS?
Kæri lesandi, ert þú með PCOS? Ég sé fyrir mér spyrjandi augnarráð þitt, því fæstir vita jú hvað skammstöfunin stendur fyrir. Reyndar hjálpar sjaldnast að útskýra skammstöfunina, Poly Cystic Ovary Syndrome, því heitið hringir heldur engum bjöllum.

Engin tilboð bárust í Vífilsstaði
Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.

Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar
Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur.

Þörf á stöðugum aðgerðum í heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við vanda Landsspítalans með ýmsum hætti. Eðilega þyngist róðurinn á spítalanum með mikilli fjölgun ferðamanna og gangsetningu samfélagsins að loknum faraldrinum.

Hrund skipuð framkvæmdastjóri hjúkrunar til áramóta
Hrund Scheving Thorsteinsson verður framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala frá 26. september til áramóta, þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra hjúkrunar í stað Sigríðar Gunnarsdóttur.

Eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni
Endurhæfing er einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustu. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins alls. Snemmtæk íhlutun er kall og svar tímans því það er vaxandi fjöldi einstaklinga sem mun þurfa á einhverskonar endurhæfingu að halda á lífsleiðinni.

Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga
Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi.

Segir algengt að konur á breytingaskeiði séu ranglega greindar í kulnun
Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þau sem glíma við einkenni breytingaskeiðs séu ranglega greind í kulnun og fái þar af leiðandi ekki rétta meðferð. Nokkuð sé um að konur detti út af vinnumarkaði vegna breytingaskeiðs sem sé ekki meðhöndlað.

Um hægfara hnignun íslenska heilbrigðiskerfisins – hvar liggur ábyrgðin?
Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál.

„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“
Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið.

Læknar harma áhugaleysi stjórnvalda
Læknafélag Reykjavíkur harmar áhugaleysi stjórnvalda á sjúkratryggðum íbúum landsins. Síðasti samningur ríkisins og sjálfstætt starfandi lækna var gerður árið 2013 og rann út í lok árs 2018.

Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta
Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári.

Heilbrigðisráðherra segir af sér í kjölfar dauða þungaðs ferðamanns
Marta Temido, heilbrigðisráðherra Portúgal, hefur sagt af sér eftir að þungaður ferðamaður lést eftir að hafa verið vísað frá yfirfullri fæðingadeild.

Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi
Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn.

Stytta opnunartíma Læknavaktarinnar
Ákveðið hefur stytta opnunartíma Læknavaktinnar í Austurveri bæði á virkum dögum og um helgar þannig að stöðin verður framvegis opin frá 17 til 22 á virkum dögum og frá 9 til 22 um helgar. Nýr opnunartími tekur gildi um mánaðamótin, eða frá og með næsta fimmtudegi.

Hugleiðing úr allt að því þrotabúi
Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot!

Eftirsjá Illuga og Elísabetar: „Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út“
Illugi og Elísabet Jökulsbörn segjast harma það alla daga að hafa átt þátt í handtöku Hrafns, bróður þeirra, við Brú í Hrútafirði fyrir tveimur árum síðan. Hrafn hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og vegna krabbameins, sem Hrafn telur að læknar hefðu átt að greina fyrr.

Sígarettufilterar - einn mesti mengunarvaldur heims
Talið er að fjórum og hálfu tonni af sígarettufilterum sé kastað árlega. Stór hluti þeirra endar í hafinu með banvænum afleiðingum.

Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás
Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C.

Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar
Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr.

Það sem vel er gert í íslenskri heilbrigðisþjónustu
Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er.

Fleiri sækja í frjósemismeðferðir
Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg.

Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma
Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku.

Þegar öllu er á botninn hvolft: Sjúkraþjálfun og grindarbotninn
Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er.

Google lokar á föður sem tók myndir af syni sínum til að senda lækni
Netrisinn Google hefur neitað að opna aftur fyrir aðgang manns sem lokað var á eftir að hann tók myndir af kynfærum sonar síns til að fylgjast með bólgu sem var að angra hann.