Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 17:44 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf á meðan það ríkir skortur á ADHD-lyfjum á landinu. Vísir/Vilhelm ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. ADHD lyfið Elvanse í styrkleika 30 og 50 milligrömm hefur verið ófáanlegt síðan í júlí. Það sama gildir um samheitalyfið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir Elvanse væntanlegt aftur í september.Vísir/Vilhelm „En síðan hafa komið upp einhver framleiðslu-og flutningsvandamál og það er eiginlega raunverulega skýringin. Samheitalyfið var að koma á markað í þeim mánuði sem Elvanse fór í skort og þær birgðir sem þau höfðu gert ráð fyrir að nota í þrjá mánuði hurfu bara fljótt.” Lyfið er væntanlegt aftur í byrjun september. Skorturinn er alþjóðlegur en Rúna segir að hann hafi komið fyrr fram hér á landi en annarsstaðar. „Þetta kemur mjög seint til okkar, við fáum tilkynningar og getum farið að bregðast við þegar það er ljóst að samheitalyf er bara með þriggja mánaða birgðir miðað við litla markaðshlutdeild. Löndin í kringum okkur, bæði Danmörku og í Finnlandi og Noregi hafa stofnanir betri yfirsýn yfir birgðirnar í landinu sínu og geta þá brugðist við fyrr. Hugsanlega hefði verið hægt að bregðast við fyrr með undanþágulyfjum,“ segir hún. Dæmi um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að mörg dæmi séu um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði. Rúna segist ekki þekkja til þess enda væri Lyfjastofnun ekki sú stofnun sem myndi heyra sérstaklega af því. „Svoleiðis að við höfum brýnt fyrir fólki að vera ekki að nota annara manna lyf. Og taka sér annaðhvort lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Það eru til önnur methylphenidate lyf í landinu, nóg af þeim, sem enginn skortur er á.“ Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
ADHD lyfið Elvanse í styrkleika 30 og 50 milligrömm hefur verið ófáanlegt síðan í júlí. Það sama gildir um samheitalyfið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir Elvanse væntanlegt aftur í september.Vísir/Vilhelm „En síðan hafa komið upp einhver framleiðslu-og flutningsvandamál og það er eiginlega raunverulega skýringin. Samheitalyfið var að koma á markað í þeim mánuði sem Elvanse fór í skort og þær birgðir sem þau höfðu gert ráð fyrir að nota í þrjá mánuði hurfu bara fljótt.” Lyfið er væntanlegt aftur í byrjun september. Skorturinn er alþjóðlegur en Rúna segir að hann hafi komið fyrr fram hér á landi en annarsstaðar. „Þetta kemur mjög seint til okkar, við fáum tilkynningar og getum farið að bregðast við þegar það er ljóst að samheitalyf er bara með þriggja mánaða birgðir miðað við litla markaðshlutdeild. Löndin í kringum okkur, bæði Danmörku og í Finnlandi og Noregi hafa stofnanir betri yfirsýn yfir birgðirnar í landinu sínu og geta þá brugðist við fyrr. Hugsanlega hefði verið hægt að bregðast við fyrr með undanþágulyfjum,“ segir hún. Dæmi um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að mörg dæmi séu um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði. Rúna segist ekki þekkja til þess enda væri Lyfjastofnun ekki sú stofnun sem myndi heyra sérstaklega af því. „Svoleiðis að við höfum brýnt fyrir fólki að vera ekki að nota annara manna lyf. Og taka sér annaðhvort lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Það eru til önnur methylphenidate lyf í landinu, nóg af þeim, sem enginn skortur er á.“
Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira