„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. ágúst 2023 19:09 Vinkonurnar Birna Sif Kristínardóttir og Bryndís Ottesen eiga það sameiginlegt að hafa greinst með ADHD á fullorðinsaldri. Vísir/Ívar Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira