Heilbrigðismál

Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta að ljúka doktorsprófi
Fyrrverandi atvinnu- og landsliðskonan í fótbolta, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, er að ljúka doktorsprófi í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands og ver doktorsritgerð sína næsta föstudag.

Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi.

108 konur kallaðar til frekari skoðunar
Krabbameinsfélagið hefur lokið við endurskoðun tæplega 3300 af 6000 sýnum sem rannsaka á sérstaklega vegna alvarlegs atviks sem uppgötvaðist í sumar.

Sterkari rödd og nýr vettvangur fyrir langveik og fötluð börn á Íslandi
Á þriðjudag hefur göngu sína á Vísi þátturinn Spjallið með góðvild og mun nýr þáttur birtast vikulega. Um er að ræða nýjan vettvang sem ætlað er að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni í samfélaginu.

Framkvæmdir við nýjan Landspítala á góðu róli
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum.

Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis
Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis.

Telur útilokað að nota skapalón fyrir stöðluð viðbrögð
Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast.

Bráðahjúkrun og leikfangabílar á Laugarvatni
Um fimmtíu hjúkrunarfræðingar víðsvegar af landinu sóttu þriggja daga námskeið á Laugarvatni í vikunni en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í viðbótarnámi í bráðahjúkrun.

Þurfti að taka börn úr skólunum vegna mygluveikinda: Búið að loka einni byggingu Barnaskólans í Reykjavík
Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt.

Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári
Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári.

Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins
Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins.

Sprittbrúsum stolið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Sprittbrúsum hefur verið stolið af og til af Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að kórónaveiran kom upp. Forstjóri stofnunarinnar segir það mjög leitt en það sé fórnarkostnaðurinn, sem stofnunin taki á sig til að geta tryggt sóttvarnir.

Fá tæki sem er sagt greina sýni tíu sinnum hraðar
Cobas 8800 er væntanlegt til Íslands. Tækið afkastar 4.100 sýnum á dag og fer langt með að gera Veirufræðideild Landspítalans sjálfbæra.

Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar
Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm.

Leggur til sýnatöku á sjöunda degi í sóttkví
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um breytt fyrirkomulag um sóttkví innanlands.

Styrkir Píeta-samtökin um sex milljónir
Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár.

Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar
Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun.

„Fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði“
Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd.

Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi
Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit.

Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD
Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD.

Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra.

Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna
Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum.

Sex smitaðir og allir í sóttkví
Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þann 7. september, samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is. Allir sex voru í sóttkví.

Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt.

Dansa fyrir lækningu á Duchenne
Ægir Þór, átta ára strákur, og mamma hans hafa dansað við borgarstjóra, forsætisráðherra og fólk um allan heim til að vekja athygli á Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdómnum. Ægir Þór sem er haldinn sjúkdómnum vonast eftir lækningu og að hann komist í langþráða meðferð í útlöndum.

Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig
Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu.

Hálfsorglegt að skapa meting með samanburði á Covid-19 við aðra sjúkdóma
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér finnist hálfsorglegt að einhverjir reyni að skapa meting á milli sjúkdóma með því að bera saman afleiðingar Covid-19 við aðra sjúkdóma.

„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“
Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga.

Segir yfirvöld vera að ná taki á faraldrinum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins.

Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins.