Sá á kvölina sem ekki á völina Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. mars 2021 12:01 Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar