Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 19:59 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Vísir/Vilhelm Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, vísar á bug gagnrýni um að of langur tími hafi liðið þar til starfsfólk var upplýst um smitið. Einni deild hefur verið lokað á spítalanum en hann býst við að hún opni á morgun. Annar þeirra sem smitaðist af einstakling með breska afbrigði kórónuveirunnar er starfsmaður á A3 á Landspítalanum. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga vissi af smitinu klukkan sex á laugardag en það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsfólk deildarinnar sem viðkomandi starfar fékk að vita af því og var boðað í sýnatöku eða sóttkví. „Þegar það kemur upp smit hjá starfsmanni eða sjúklingi inn á spítalanum, þá fer í gang mjög viðamikið viðbragð og það felur í sér að í fyrsta lagi þarf að vita hvar viðkomandi starfsmaður hefur verið að starfa og hverja hann hefur hugsanlega útsett,“ segir Már. Hann segir fleira koma til og að yfirmenn og stjórnendur þurfi að vita það ef viðbragð feli í sér röskun á starfsemi. Þeirra hlutverk sé svo að hafa samband við starfsmenn. Kortlagning hafi staðið yfir fram yfir miðnætti á laugardagskvöld og strax um morguninn hafi verið byrjað að hafa samband við fólk. Már segir einnig að þessi atburður sýni að allir klínískir starfsmenn séu í raun framlínustarfsmenn. „Það vita það náttúrulega allir að það er of litlu bóluefni til að dreifa og það er ákveðin reglugerð um það hvernig skuli bólusetja,“ segir Már varðandi það hvort forgangsröðun verði breytt eftir þetta atvik. Hann segir að reglum hafi verið fylgt eftir varðandi það bóluefni sem spítalinn hafi fengið en Már segir mörgum finnast spítalinn hafa átt að fá meira. „Það væri stórkostlegt ef sjúklingar sem koma til okkar geti verið fullvissir um að við séum öll bólusett. Því er ekki fyrir að fara,“ segir Már. Hann segir einnig að nú horfi til betri tíma og vonir standi til að allir heilbrigðisstarfsmenn verði bólusettir fyrir lok apríl. Í samtali við fréttastofu segir Már einnig að vonast sé til þess að hægt verði að endurvekja einhverja starfsemi á A3 deildinni strax á morgun og vonandi frekar þegar liðið sé á vikuna. Það sé vegna þess að margir læknar deildarinnar hafi verið bólusettir og þurfi því eingöngu í úrvinnslusóttkví. „þetta setur strik í reikninginn. Stemningin hérna í síðustu var þannig að þetta væri allt saman að verða býsna rólegt og gott. Við höfum verið að draga aðeins úr okkar viðbragði, eins og hefur verið að gera í samfélaginu og það er eiginlega hlálegt að akkúrat þegar við erum aðeins að reyna að taka skref aftur á bak, þá skuli þetta koma,“ segir Már. Hann segir þetta sýna hve lúmsk nýja kórónuveiran er. „Það þarf mjög lítið til og það má heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir bólusetningar og þá sex þúsund aðila sem hafa tekið smit, þá er ennþá 90 prósent þjóðarinnar sem er næm fyrir veirunni.“ „Á meðan við fáum aðila erlendis frá, þar sem faraldurinn geisar sem aldrei fyrr, í rauninni, þá er þetta ekkert búið. Þessi atburður er vitnisburður um það.“ Ríflega 90 manns hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi og þar af flestir á landamærunum. Már segist ekki vita til þess að nokkur smitaður af því afbrigði hafi verið lagður inn á sjúkrahús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58 Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, vísar á bug gagnrýni um að of langur tími hafi liðið þar til starfsfólk var upplýst um smitið. Einni deild hefur verið lokað á spítalanum en hann býst við að hún opni á morgun. Annar þeirra sem smitaðist af einstakling með breska afbrigði kórónuveirunnar er starfsmaður á A3 á Landspítalanum. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga vissi af smitinu klukkan sex á laugardag en það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsfólk deildarinnar sem viðkomandi starfar fékk að vita af því og var boðað í sýnatöku eða sóttkví. „Þegar það kemur upp smit hjá starfsmanni eða sjúklingi inn á spítalanum, þá fer í gang mjög viðamikið viðbragð og það felur í sér að í fyrsta lagi þarf að vita hvar viðkomandi starfsmaður hefur verið að starfa og hverja hann hefur hugsanlega útsett,“ segir Már. Hann segir fleira koma til og að yfirmenn og stjórnendur þurfi að vita það ef viðbragð feli í sér röskun á starfsemi. Þeirra hlutverk sé svo að hafa samband við starfsmenn. Kortlagning hafi staðið yfir fram yfir miðnætti á laugardagskvöld og strax um morguninn hafi verið byrjað að hafa samband við fólk. Már segir einnig að þessi atburður sýni að allir klínískir starfsmenn séu í raun framlínustarfsmenn. „Það vita það náttúrulega allir að það er of litlu bóluefni til að dreifa og það er ákveðin reglugerð um það hvernig skuli bólusetja,“ segir Már varðandi það hvort forgangsröðun verði breytt eftir þetta atvik. Hann segir að reglum hafi verið fylgt eftir varðandi það bóluefni sem spítalinn hafi fengið en Már segir mörgum finnast spítalinn hafa átt að fá meira. „Það væri stórkostlegt ef sjúklingar sem koma til okkar geti verið fullvissir um að við séum öll bólusett. Því er ekki fyrir að fara,“ segir Már. Hann segir einnig að nú horfi til betri tíma og vonir standi til að allir heilbrigðisstarfsmenn verði bólusettir fyrir lok apríl. Í samtali við fréttastofu segir Már einnig að vonast sé til þess að hægt verði að endurvekja einhverja starfsemi á A3 deildinni strax á morgun og vonandi frekar þegar liðið sé á vikuna. Það sé vegna þess að margir læknar deildarinnar hafi verið bólusettir og þurfi því eingöngu í úrvinnslusóttkví. „þetta setur strik í reikninginn. Stemningin hérna í síðustu var þannig að þetta væri allt saman að verða býsna rólegt og gott. Við höfum verið að draga aðeins úr okkar viðbragði, eins og hefur verið að gera í samfélaginu og það er eiginlega hlálegt að akkúrat þegar við erum aðeins að reyna að taka skref aftur á bak, þá skuli þetta koma,“ segir Már. Hann segir þetta sýna hve lúmsk nýja kórónuveiran er. „Það þarf mjög lítið til og það má heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir bólusetningar og þá sex þúsund aðila sem hafa tekið smit, þá er ennþá 90 prósent þjóðarinnar sem er næm fyrir veirunni.“ „Á meðan við fáum aðila erlendis frá, þar sem faraldurinn geisar sem aldrei fyrr, í rauninni, þá er þetta ekkert búið. Þessi atburður er vitnisburður um það.“ Ríflega 90 manns hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi og þar af flestir á landamærunum. Már segist ekki vita til þess að nokkur smitaður af því afbrigði hafi verið lagður inn á sjúkrahús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58 Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26
Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58
Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16