Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 19:59 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Vísir/Vilhelm Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, vísar á bug gagnrýni um að of langur tími hafi liðið þar til starfsfólk var upplýst um smitið. Einni deild hefur verið lokað á spítalanum en hann býst við að hún opni á morgun. Annar þeirra sem smitaðist af einstakling með breska afbrigði kórónuveirunnar er starfsmaður á A3 á Landspítalanum. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga vissi af smitinu klukkan sex á laugardag en það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsfólk deildarinnar sem viðkomandi starfar fékk að vita af því og var boðað í sýnatöku eða sóttkví. „Þegar það kemur upp smit hjá starfsmanni eða sjúklingi inn á spítalanum, þá fer í gang mjög viðamikið viðbragð og það felur í sér að í fyrsta lagi þarf að vita hvar viðkomandi starfsmaður hefur verið að starfa og hverja hann hefur hugsanlega útsett,“ segir Már. Hann segir fleira koma til og að yfirmenn og stjórnendur þurfi að vita það ef viðbragð feli í sér röskun á starfsemi. Þeirra hlutverk sé svo að hafa samband við starfsmenn. Kortlagning hafi staðið yfir fram yfir miðnætti á laugardagskvöld og strax um morguninn hafi verið byrjað að hafa samband við fólk. Már segir einnig að þessi atburður sýni að allir klínískir starfsmenn séu í raun framlínustarfsmenn. „Það vita það náttúrulega allir að það er of litlu bóluefni til að dreifa og það er ákveðin reglugerð um það hvernig skuli bólusetja,“ segir Már varðandi það hvort forgangsröðun verði breytt eftir þetta atvik. Hann segir að reglum hafi verið fylgt eftir varðandi það bóluefni sem spítalinn hafi fengið en Már segir mörgum finnast spítalinn hafa átt að fá meira. „Það væri stórkostlegt ef sjúklingar sem koma til okkar geti verið fullvissir um að við séum öll bólusett. Því er ekki fyrir að fara,“ segir Már. Hann segir einnig að nú horfi til betri tíma og vonir standi til að allir heilbrigðisstarfsmenn verði bólusettir fyrir lok apríl. Í samtali við fréttastofu segir Már einnig að vonast sé til þess að hægt verði að endurvekja einhverja starfsemi á A3 deildinni strax á morgun og vonandi frekar þegar liðið sé á vikuna. Það sé vegna þess að margir læknar deildarinnar hafi verið bólusettir og þurfi því eingöngu í úrvinnslusóttkví. „þetta setur strik í reikninginn. Stemningin hérna í síðustu var þannig að þetta væri allt saman að verða býsna rólegt og gott. Við höfum verið að draga aðeins úr okkar viðbragði, eins og hefur verið að gera í samfélaginu og það er eiginlega hlálegt að akkúrat þegar við erum aðeins að reyna að taka skref aftur á bak, þá skuli þetta koma,“ segir Már. Hann segir þetta sýna hve lúmsk nýja kórónuveiran er. „Það þarf mjög lítið til og það má heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir bólusetningar og þá sex þúsund aðila sem hafa tekið smit, þá er ennþá 90 prósent þjóðarinnar sem er næm fyrir veirunni.“ „Á meðan við fáum aðila erlendis frá, þar sem faraldurinn geisar sem aldrei fyrr, í rauninni, þá er þetta ekkert búið. Þessi atburður er vitnisburður um það.“ Ríflega 90 manns hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi og þar af flestir á landamærunum. Már segist ekki vita til þess að nokkur smitaður af því afbrigði hafi verið lagður inn á sjúkrahús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58 Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, vísar á bug gagnrýni um að of langur tími hafi liðið þar til starfsfólk var upplýst um smitið. Einni deild hefur verið lokað á spítalanum en hann býst við að hún opni á morgun. Annar þeirra sem smitaðist af einstakling með breska afbrigði kórónuveirunnar er starfsmaður á A3 á Landspítalanum. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga vissi af smitinu klukkan sex á laugardag en það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsfólk deildarinnar sem viðkomandi starfar fékk að vita af því og var boðað í sýnatöku eða sóttkví. „Þegar það kemur upp smit hjá starfsmanni eða sjúklingi inn á spítalanum, þá fer í gang mjög viðamikið viðbragð og það felur í sér að í fyrsta lagi þarf að vita hvar viðkomandi starfsmaður hefur verið að starfa og hverja hann hefur hugsanlega útsett,“ segir Már. Hann segir fleira koma til og að yfirmenn og stjórnendur þurfi að vita það ef viðbragð feli í sér röskun á starfsemi. Þeirra hlutverk sé svo að hafa samband við starfsmenn. Kortlagning hafi staðið yfir fram yfir miðnætti á laugardagskvöld og strax um morguninn hafi verið byrjað að hafa samband við fólk. Már segir einnig að þessi atburður sýni að allir klínískir starfsmenn séu í raun framlínustarfsmenn. „Það vita það náttúrulega allir að það er of litlu bóluefni til að dreifa og það er ákveðin reglugerð um það hvernig skuli bólusetja,“ segir Már varðandi það hvort forgangsröðun verði breytt eftir þetta atvik. Hann segir að reglum hafi verið fylgt eftir varðandi það bóluefni sem spítalinn hafi fengið en Már segir mörgum finnast spítalinn hafa átt að fá meira. „Það væri stórkostlegt ef sjúklingar sem koma til okkar geti verið fullvissir um að við séum öll bólusett. Því er ekki fyrir að fara,“ segir Már. Hann segir einnig að nú horfi til betri tíma og vonir standi til að allir heilbrigðisstarfsmenn verði bólusettir fyrir lok apríl. Í samtali við fréttastofu segir Már einnig að vonast sé til þess að hægt verði að endurvekja einhverja starfsemi á A3 deildinni strax á morgun og vonandi frekar þegar liðið sé á vikuna. Það sé vegna þess að margir læknar deildarinnar hafi verið bólusettir og þurfi því eingöngu í úrvinnslusóttkví. „þetta setur strik í reikninginn. Stemningin hérna í síðustu var þannig að þetta væri allt saman að verða býsna rólegt og gott. Við höfum verið að draga aðeins úr okkar viðbragði, eins og hefur verið að gera í samfélaginu og það er eiginlega hlálegt að akkúrat þegar við erum aðeins að reyna að taka skref aftur á bak, þá skuli þetta koma,“ segir Már. Hann segir þetta sýna hve lúmsk nýja kórónuveiran er. „Það þarf mjög lítið til og það má heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir bólusetningar og þá sex þúsund aðila sem hafa tekið smit, þá er ennþá 90 prósent þjóðarinnar sem er næm fyrir veirunni.“ „Á meðan við fáum aðila erlendis frá, þar sem faraldurinn geisar sem aldrei fyrr, í rauninni, þá er þetta ekkert búið. Þessi atburður er vitnisburður um það.“ Ríflega 90 manns hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi og þar af flestir á landamærunum. Már segist ekki vita til þess að nokkur smitaður af því afbrigði hafi verið lagður inn á sjúkrahús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58 Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26
Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58
Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16