Fangelsismál Engin úrræði eru fyrir andlega veika fanga eftir afplánun Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Innlent 17.7.2019 19:53 Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér Dómþolar hæstu sekta fara í fangelsi borgi þeir ekki, samkvæmt tillögum starfshóps. Samfélagsþjónusta verði ekki í boði fyrir þann hóp og fangapláss tryggð vegna vararefsinga. Innheimtuhlutfall hæstu sekta undir tveimur prósentum. Innlent 16.7.2019 02:01 Blindur fangi á níræðisaldri tvívegis óskað eftir náðun Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Innlent 14.7.2019 17:35 Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsins Eftirlitsnefnd á vegum Evrópunefndar um pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eða pyntinganefnd Evrópuráðsins, heimsótti fjögur íslensk fangelsi í maí á þessu ári. Nefndin hefur nú birt skýrslu þar sem farið er yfir það sem betur mætti fara í íslenskum fangelsum, að mati nefndarinnar. Innlent 4.7.2019 18:02 Stofna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga Formaður félags fanga segir stjórnvöld hafa sýnt málaflokkinum lítinn áhuga. Innlent 2.7.2019 20:57 Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Innlent 2.7.2019 18:43 Mikill áhugi fagfólks á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Innlent 25.6.2019 02:01 „Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“ "Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Innlent 21.6.2019 15:20 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Innlent 15.6.2019 09:01 Ógagnsemi fangelsunar rædd í Svíþjóð Alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna um vímuefnastefnu sendir frá sér sína þriðju ályktun í dag. Erlent 13.6.2019 02:01 Hegningarhúsið þarf á annan milljarð króna Innlent 27.5.2019 02:01 Pyndinganefnd í eftirlitsferð á Íslandi Nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyndingum er í reglubundinni eftirlitsferð á Íslandi en nefndin var hér síðast 2012. Nefndin hefur eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipt fólk, fangelsi, geðdeildir og vistheimili. Innlent 21.5.2019 02:00 Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Innlent 15.5.2019 12:02 Vilja að nefndin skoði skipun Skúla Þórs Afstaða, félag fanga, hyggst senda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis erindi og óska eftir því að nefndin taki til skoðunar skipun formanns nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Innlent 14.5.2019 02:02 Andlega veikir fangar gengið berserksgang á Hólmsheiði: "Ég tel að fólkið eigi ekki heima í fangelsi.“ Mikið álag er á starfsfólki og föngum á Hólmsheiði vegna andlega veikra fanga sem þar eru vistaðir. Nokkur tilfelli hafa komið upp á síðustu vikum þar sem fangarnir hafa gengið berserksgang í fangelsinu. Fangelsismálastjóri er óánægður með ástandið og segir fólkið ekki eiga heima í fangelsi. Innlent 4.5.2019 17:09 Héraðssaksóknari vill lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda. Innlent 4.5.2019 11:38 Fangelsin kaupa tóbak fyrir milljónir Fangelsismálastofnun kaupir tóbak fyrir hundruð þúsunda króna í hverjum mánuði fyrir fanga. Tóbakið er selt í fangelsissjoppunum á Litla-Hrauni og Sogni. Stofnunin hefur engar tekjur af og selur tóbakið á kostnaðarverði. Innlent 1.5.2019 02:00 Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Innlent 26.4.2019 18:42 Strokufangi náðist á hlaupum frá fangelsinu á Akureyri Fangi í fangelsinu á Akureyri gerði fyrr í dag tilraun til að strjúka. Fanginn komst út úr fangelsinu en var hlaupinn uppi af vöskum fangaverði. Um er að ræða fyrsta strokið af lokuðu fangelsi frá árinu 2012 þegar Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni skömmu fyrir jól. Innlent 14.4.2019 15:46 Kasta upp lyfinu og selja áfram Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Innlent 12.4.2019 17:37 Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó. Innlent 11.4.2019 10:11 Erfitt að fara úr svörtu hagkerfi Formaður Afstöðu segir erfitt fyrir að fara úr svarta hagkerfinu þegar maður er á annað borð kominn þar inn. Innlent 10.4.2019 02:00 Ár bak við lás og slá fyrir steikarpönnuárás á Hrauninu Hrannar Páll Róbertsson, 31 árs karlmaður, hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í eldhúsaðstöðu fanga á Litla-Hrauni í apríl í fyrra. Innlent 1.4.2019 10:19 Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann Helgi Magnússon háði baráttu fyrir kosningarétti og braut blað í réttindamálum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Innlent 25.3.2019 03:01 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. Innlent 20.3.2019 14:56 832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Innlent 13.3.2019 19:22 Fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa frá áramótum: „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig“ Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Innlent 7.3.2019 17:59 Uppfærsla á glæpaforriti Ég er talsmaður lifandi forvarna. Skoðun 21.2.2019 13:44 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Innlent 20.2.2019 18:43 Kastaði fjarstýringu í fangavörð og hrækti á annan Maður sem afplánaði dóm í fangelsinu á Hólmsheiði hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kasta sjónvarpsfjarstýringu í andlit fangavarðar og hrækja á annan fangavörð. Innlent 13.2.2019 14:44 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 … 15 ›
Engin úrræði eru fyrir andlega veika fanga eftir afplánun Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Innlent 17.7.2019 19:53
Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér Dómþolar hæstu sekta fara í fangelsi borgi þeir ekki, samkvæmt tillögum starfshóps. Samfélagsþjónusta verði ekki í boði fyrir þann hóp og fangapláss tryggð vegna vararefsinga. Innheimtuhlutfall hæstu sekta undir tveimur prósentum. Innlent 16.7.2019 02:01
Blindur fangi á níræðisaldri tvívegis óskað eftir náðun Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Innlent 14.7.2019 17:35
Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsins Eftirlitsnefnd á vegum Evrópunefndar um pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eða pyntinganefnd Evrópuráðsins, heimsótti fjögur íslensk fangelsi í maí á þessu ári. Nefndin hefur nú birt skýrslu þar sem farið er yfir það sem betur mætti fara í íslenskum fangelsum, að mati nefndarinnar. Innlent 4.7.2019 18:02
Stofna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga Formaður félags fanga segir stjórnvöld hafa sýnt málaflokkinum lítinn áhuga. Innlent 2.7.2019 20:57
Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Innlent 2.7.2019 18:43
Mikill áhugi fagfólks á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Innlent 25.6.2019 02:01
„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“ "Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Innlent 21.6.2019 15:20
Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Innlent 15.6.2019 09:01
Ógagnsemi fangelsunar rædd í Svíþjóð Alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna um vímuefnastefnu sendir frá sér sína þriðju ályktun í dag. Erlent 13.6.2019 02:01
Pyndinganefnd í eftirlitsferð á Íslandi Nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyndingum er í reglubundinni eftirlitsferð á Íslandi en nefndin var hér síðast 2012. Nefndin hefur eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipt fólk, fangelsi, geðdeildir og vistheimili. Innlent 21.5.2019 02:00
Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Innlent 15.5.2019 12:02
Vilja að nefndin skoði skipun Skúla Þórs Afstaða, félag fanga, hyggst senda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis erindi og óska eftir því að nefndin taki til skoðunar skipun formanns nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Innlent 14.5.2019 02:02
Andlega veikir fangar gengið berserksgang á Hólmsheiði: "Ég tel að fólkið eigi ekki heima í fangelsi.“ Mikið álag er á starfsfólki og föngum á Hólmsheiði vegna andlega veikra fanga sem þar eru vistaðir. Nokkur tilfelli hafa komið upp á síðustu vikum þar sem fangarnir hafa gengið berserksgang í fangelsinu. Fangelsismálastjóri er óánægður með ástandið og segir fólkið ekki eiga heima í fangelsi. Innlent 4.5.2019 17:09
Héraðssaksóknari vill lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda. Innlent 4.5.2019 11:38
Fangelsin kaupa tóbak fyrir milljónir Fangelsismálastofnun kaupir tóbak fyrir hundruð þúsunda króna í hverjum mánuði fyrir fanga. Tóbakið er selt í fangelsissjoppunum á Litla-Hrauni og Sogni. Stofnunin hefur engar tekjur af og selur tóbakið á kostnaðarverði. Innlent 1.5.2019 02:00
Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Innlent 26.4.2019 18:42
Strokufangi náðist á hlaupum frá fangelsinu á Akureyri Fangi í fangelsinu á Akureyri gerði fyrr í dag tilraun til að strjúka. Fanginn komst út úr fangelsinu en var hlaupinn uppi af vöskum fangaverði. Um er að ræða fyrsta strokið af lokuðu fangelsi frá árinu 2012 þegar Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni skömmu fyrir jól. Innlent 14.4.2019 15:46
Kasta upp lyfinu og selja áfram Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Innlent 12.4.2019 17:37
Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó. Innlent 11.4.2019 10:11
Erfitt að fara úr svörtu hagkerfi Formaður Afstöðu segir erfitt fyrir að fara úr svarta hagkerfinu þegar maður er á annað borð kominn þar inn. Innlent 10.4.2019 02:00
Ár bak við lás og slá fyrir steikarpönnuárás á Hrauninu Hrannar Páll Róbertsson, 31 árs karlmaður, hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í eldhúsaðstöðu fanga á Litla-Hrauni í apríl í fyrra. Innlent 1.4.2019 10:19
Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann Helgi Magnússon háði baráttu fyrir kosningarétti og braut blað í réttindamálum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Innlent 25.3.2019 03:01
Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. Innlent 20.3.2019 14:56
832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Innlent 13.3.2019 19:22
Fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa frá áramótum: „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig“ Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Innlent 7.3.2019 17:59
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Innlent 20.2.2019 18:43
Kastaði fjarstýringu í fangavörð og hrækti á annan Maður sem afplánaði dóm í fangelsinu á Hólmsheiði hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kasta sjónvarpsfjarstýringu í andlit fangavarðar og hrækja á annan fangavörð. Innlent 13.2.2019 14:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent