Yngri fangar tilbúnari að beita vopnum og fangelsin geta ekki tryggt öryggi vegna fjárskorts Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 22:01 Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður á Litla-Hrauni segir ýmislegt hafa breyst í starfsumhverfi fangavarða á undanförnum tíu árum. Vísir/Ívar Fangavörður á Litla-Hrauni segir starfsumhverfið hafa stórbreyst á undanförnum árum og að ný kynslóð brotamanna sé grimmari og tilbúnari að beita vopnum. Starfsfólk fangelsa óttist um öryggi sitt og á sama tíma kemur sífellt meiri fjárskortur sífellt verr niður á allri starfseminni. Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður. Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður.
Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira