Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 22:41 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu, ásamt Vefvarpinu. Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. Maðurinn hefur setið inni í um það bil mánuð án þess að getað rætt við neinn, skilið neinn eða séð neinn. Að sögn Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, var maðurinn fórnarlamb mansals og notaður í smygl. Fulltrúar frá Afstöðu, Blindrafélaginu og Öryrkjabandalagsins heimsóttu hann á Hólmsheiði í síðustu viku ásamt túlki frá Hjálpræðishernum og könnuðu þar aðstæður. Upp frá þeirri heimsókn spruttu upp margar hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf og aðstöðu fangans. Afstaða birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sagt er frá heimsókninni og stöðu mannsins. „Það er nokkurn veginn á hreinu hvernig íslenska ríkið ætlar að refsa manninum með lengd dóms en samt er ákveðið að úrskurða hann í gæsluvarðhald og vista hann í fangelsi í stað þess að dæma manninn strax og leyfa honum að taka dóminn út í samfélagþjónustu sem hann gæti væntanlega unnið störf í kringum Blindrafélagið án þess að það hafi þó verið kannað sérstaklega,“ segir í færslunni. Fangaverðirnir gera allt til þess að auðvelda dvöl mannsins Við heimsókn teymisins kom eitt á óvart en fulltrúarnir héldu að þeir þyrftu að setja út á aðstæður og jafnvel brot á mannréttindum mannsins eftir heimsóknina. Það reyndist þó alls ekki rétt þar sem teymið fékk staðfestingu á að fangaverðirnir geri allt til þess að auðvelda honum líf sitt. „Í dag getur hann hringt heim til sín í gegnum síma. Hann hefur reyndar undanfarnar vikur hlustað á Heimsmeistaramótið í fótbolta á íslensku, sem hann reyndar skilur ekki en fær tilfinningu fyrir leiknum. Samfangar hans hafa unnið frábært starf við að aðstoða hann á allan hátt og eru honum innan handar alla tímann sem klefar eru opnir,“ segir í færslunni. Getur hlustað á útvarpið og hlaðvörp Fulltrúi Afstöðu fór síðan í fangelsið í dag og afhenti fangelsinu Vefvarpa sem Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu lánaði. Tæknimaður mun síðan tengja tækið þannig að maðurinn geti hlustað á útvarpsstöðvar, hlaðvörp og fleira, allt á sínu tungumáli. Þá er unnið að því að finna síma sem hann getur notað án símakorts og internets og þannig notað tungumálaforrit. Þrátt fyrir að teymið hafi almennt verið hrikalega ánægt með starf fangavarðanna er sett út á að maðurinn fái ekki að vistast í opnu úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar. Afstaða leggur áherslu á að hann verði fluttur í slíkt úrræði sem allra fyrst ef dvöl hans í fangelsi lengist. Þá eiga jólin ekki eftir að vera auðveld fyrir hann. „Það má svo sannarlega segja að jólin eigi að fara að telja inn hjá okkar manni enda örugglega búið að vera erfitt að vera einn í erlendu landi án fjölskyldu, lokaður inni og geta ekki séð né skilið nokkur mann,“ segir í færslunni. Fangelsismál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Maðurinn hefur setið inni í um það bil mánuð án þess að getað rætt við neinn, skilið neinn eða séð neinn. Að sögn Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, var maðurinn fórnarlamb mansals og notaður í smygl. Fulltrúar frá Afstöðu, Blindrafélaginu og Öryrkjabandalagsins heimsóttu hann á Hólmsheiði í síðustu viku ásamt túlki frá Hjálpræðishernum og könnuðu þar aðstæður. Upp frá þeirri heimsókn spruttu upp margar hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf og aðstöðu fangans. Afstaða birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sagt er frá heimsókninni og stöðu mannsins. „Það er nokkurn veginn á hreinu hvernig íslenska ríkið ætlar að refsa manninum með lengd dóms en samt er ákveðið að úrskurða hann í gæsluvarðhald og vista hann í fangelsi í stað þess að dæma manninn strax og leyfa honum að taka dóminn út í samfélagþjónustu sem hann gæti væntanlega unnið störf í kringum Blindrafélagið án þess að það hafi þó verið kannað sérstaklega,“ segir í færslunni. Fangaverðirnir gera allt til þess að auðvelda dvöl mannsins Við heimsókn teymisins kom eitt á óvart en fulltrúarnir héldu að þeir þyrftu að setja út á aðstæður og jafnvel brot á mannréttindum mannsins eftir heimsóknina. Það reyndist þó alls ekki rétt þar sem teymið fékk staðfestingu á að fangaverðirnir geri allt til þess að auðvelda honum líf sitt. „Í dag getur hann hringt heim til sín í gegnum síma. Hann hefur reyndar undanfarnar vikur hlustað á Heimsmeistaramótið í fótbolta á íslensku, sem hann reyndar skilur ekki en fær tilfinningu fyrir leiknum. Samfangar hans hafa unnið frábært starf við að aðstoða hann á allan hátt og eru honum innan handar alla tímann sem klefar eru opnir,“ segir í færslunni. Getur hlustað á útvarpið og hlaðvörp Fulltrúi Afstöðu fór síðan í fangelsið í dag og afhenti fangelsinu Vefvarpa sem Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu lánaði. Tæknimaður mun síðan tengja tækið þannig að maðurinn geti hlustað á útvarpsstöðvar, hlaðvörp og fleira, allt á sínu tungumáli. Þá er unnið að því að finna síma sem hann getur notað án símakorts og internets og þannig notað tungumálaforrit. Þrátt fyrir að teymið hafi almennt verið hrikalega ánægt með starf fangavarðanna er sett út á að maðurinn fái ekki að vistast í opnu úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar. Afstaða leggur áherslu á að hann verði fluttur í slíkt úrræði sem allra fyrst ef dvöl hans í fangelsi lengist. Þá eiga jólin ekki eftir að vera auðveld fyrir hann. „Það má svo sannarlega segja að jólin eigi að fara að telja inn hjá okkar manni enda örugglega búið að vera erfitt að vera einn í erlendu landi án fjölskyldu, lokaður inni og geta ekki séð né skilið nokkur mann,“ segir í færslunni.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira