Öndum með nefinu Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2022 18:00 Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Af mínum samtölum við fangaverði er ljóst að afar þröngur hópur þeirra hefur hafið þessa umræðu og þá í framhaldi af því að tilraun verði gerð með að rafvæða vopnabúr lögreglumanna. Aftur á móti er mikill meirihluti fangavarða á móti þessari hugmynd. Flestir myndu þeir nú bara þiggja hærri laun. Þess ber að geta að fangaverðir á Norðurlöndum bera ekki rafvopn og að mínu mati er fjarstæðukennt að halda því fram að ástandið sé verra hér á landi. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í fangelsum hefur ekki nema upp að því marki að sífellt fleiri andlega veikir einstaklingar eru vistaðir í fangelsum í stað viðeigandi úrræða. Þetta eru einstaklingar sem eiga ekki að vera í fangelsi, þrífast ekki þar og einangrunin eykur gríðarlega á vanda þeirra. Það að fangavörðum verði heimilt að valda umræddum einstaklingum miklum skaða með rafvopnum er stjarnfræðilega röng nálgun. Leggjum fjármagn í fangelsiskerfið, komum á fót úrræðum fyrir andlega veikt fólk sem hefur brotið af sér og hækkum laun fangavarða. Þá held ég að það muni skapast þokkaleg ró og sátt um annars mjög vængbrotið kerfi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Af mínum samtölum við fangaverði er ljóst að afar þröngur hópur þeirra hefur hafið þessa umræðu og þá í framhaldi af því að tilraun verði gerð með að rafvæða vopnabúr lögreglumanna. Aftur á móti er mikill meirihluti fangavarða á móti þessari hugmynd. Flestir myndu þeir nú bara þiggja hærri laun. Þess ber að geta að fangaverðir á Norðurlöndum bera ekki rafvopn og að mínu mati er fjarstæðukennt að halda því fram að ástandið sé verra hér á landi. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í fangelsum hefur ekki nema upp að því marki að sífellt fleiri andlega veikir einstaklingar eru vistaðir í fangelsum í stað viðeigandi úrræða. Þetta eru einstaklingar sem eiga ekki að vera í fangelsi, þrífast ekki þar og einangrunin eykur gríðarlega á vanda þeirra. Það að fangavörðum verði heimilt að valda umræddum einstaklingum miklum skaða með rafvopnum er stjarnfræðilega röng nálgun. Leggjum fjármagn í fangelsiskerfið, komum á fót úrræðum fyrir andlega veikt fólk sem hefur brotið af sér og hækkum laun fangavarða. Þá held ég að það muni skapast þokkaleg ró og sátt um annars mjög vængbrotið kerfi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar