MeToo

Fréttamynd

„Guðný er ekki sú eina“

„Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“

Innlent
Fréttamynd

Helgi segist iðrast og biðst afsökunar

Lögfræðingurinn Helgi Jóhannesson segir að sér sé ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, móðgað og látið samferðafólki hans líða illa í návist hans. Hann biðst afsökunar á hegðun sinni og segist reiðubúinn til þess að hitta hvern þann sem hann hafi misgert við, til þess að ræða málin og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“

Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Ekki endilega þolandinn sjálfur sem keyri umræðuna „út á enda veraldar“

„Ef við horfum á þetta út frá þolendum ofbeldis þá leiðir þetta til þess, og ég vísa í reynslu mína sem lögmaður, að þegar umræðan verður svona ofboðslega hatrömm í garð gerenda þá myndast meiri hætta á að þolendur veigri sér við að segja frá ofbeldinu, sérstaklega þegar um er að ræða einhvern nákominn, af ótta við skrímslavæðinguna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi

Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana”

Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Umræðan á meðal karlmanna ekki breyst í kjölfar #metoo

„Það hefur ekkert breyst, það var allavega skammvinnt,“ segir Gestur Pálmason um umræðuna hér á landi á meðal karlmanna þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Hann segir að ekki sé búið að finna réttu leiðina til að eiga þetta nauðsynlega samtal.

Lífið
Fréttamynd

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Erlent
Fréttamynd

Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna

Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York.

Erlent
Fréttamynd

Með and­litið í blóð­polli

Ótal mörg mál um kynferðislegt ofbeldi af ýmsum toga hafa komið upp á yfirborðið á síðustu misserum. Hugurinn leitar strax til hinna fjöldamörgu þolenda sem að eru á mismunandi stöðum í úrvinnslu á sínum áföllum. Sögurnar skella á okkur hver af annari, sem síðan er talað um endalaust á kaffistofum, matarboðum, vinahittingum og í netheimum. Þessi stöðuga umræða veldur vafalaust kvíða og vanlíðan hjá mörgum, það hefur allavega gert það að vissu leiti hjá mér. Það er eins og að við sem samfélag séum stanslaust með andlitið í blóðpolli kynferðisofbeldis og náum ekki að vinna úr eðli og orsökum pollsins.

Skoðun
Fréttamynd

Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér

„Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega.

Innlent
Fréttamynd

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Erlent
Fréttamynd

R. Kel­ly mun ekki bera vitni í eigin máli

Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans.

Erlent