„Uppbyggileg réttvísi“ getur gagnast bæði þolendum og gerendum: Horft til réttlætis en ekki refsinga Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 14:01 Dr. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Svokölluð uppbyggileg réttvísi gæti verið gott úrræði til að eiga við brot utan dómskerfis. Ferlið feli í sér áherslu á réttlæti en ekki refsingar og getur dregið úr áfallastreituröskun þolenda. Eins eru gerendur síður líklegir til að endurtaka brot sín. Þetta sagði Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri í viðtali í Reykjavík Síðdegis í gær. „Þetta er vel þekkt sem ágætis leið til að kljást við brot sem falla ekki vel að réttarkerfinu og refsilöggjöf eða erfitt að sanna þau,“ segir hún. „Í réttarkerfi verður að vera hafið yfir allan vafa að sá ákærði hafi sannarlega framið brotin. Við viljum hafa þannig.“ Margrét var spurð út í sáttamiðlun, en hún leggur áherslu á ferli sem kallast restorative justice á ensku, og útleggst sem uppbyggileg réttvísi á íslensku. Það sé talsvert notað í nágrannalöndunum. „Í því er lögð áhersla á réttlæti en ekki refsingar. Það að refsa geranda getur gefið samfélaginu í heild og jafnvel einhverjum þolendum huggun eða útrás til skemmri tíma litið, en refsingar eru kannski ekki vænlegasta leiðin til að kljást við brot, eða sú árangursríkasta ef við metum árangurinn með að fækka brotum.“ Margrét segir að réttlætið í þessum skilningi felist í því að sá brotlegi átti sig á skaðanum sem það hafi valdið. „Taki á því ábyrgð og gangist við brotinu og bæti fyrir það, sé það mögulegt.“ Fari fram á forsendum þolenda Þetta ferli, segir hún þurfa að fara fram á forsendum þolenda, sem ráði t.d. hverjir séu viðstaddir. Þolandi byrji svo á að lýsa afleiðingum af brotinu. „Í kjölfarið þarf sá brotlegi að taka ábyrgð. Segjast skilja og heyra að þolandi hafi upplifað þessar afleiðingar. Segja „Þetta er mér að kenna, ekki þér“. Gerandinn getur farið yfir einhverjar grunnorsakir, en þá verður að aðgreina að hann sé að tala um einhverjar skýringar, en ekki réttlætingar. Þolandi vill ekki heyra neinar réttlætingar fyrir brotinu.“ Margrét segir að þó að stjórnvöld séu ekki endilega framkvæmdaraðili eigi þau að sjá til þess að þessi úrræði séu til staðar og fjármagna þau. Þessu ferli sé oft stýrt af sjálfseignastofnunum, stundum millidómstigi, en það sé ekki starfsmaður dómstóla eða réttarkerfis sem sjái um slíka fundi, heldur einstaklingur sem hefur hlotið þjálfun í sáttamiðlun. Langflestir þolendur ánægðir Hún bætir því við að rannsóknir í löndum þar sem þetta tíðkast, sýni að langflestir þolendur séu ánægðir með þess háttar sáttamiðlun. Þau upplifa minni áfallastreituröskun en þolendur sem fara í gegnum réttarkerfið, því í réttarkerfinu geta þolendur upplifað annað áfall í dómsal. Til dæmis ef þau eru spurð óþægilegra spurninga löngu eftir að brotin hafa átt sér stað. Annað sem er áhugavert í þessu, segir Margrét, er að uppbyggilegt réttlæti dagi úr ítrekunartíðni brota. „Gerendur sem hafa farið í gegnum svona ferli eru ólíklegri til að endurtaka brot sín, en þau sem fara í gegnum réttarkerfið.“ Hún segir aðspurð að Alþingi þurfi nú að taka boltann, en er ekki sammála því að ekkert hafi verið gert í þessum málum síðustu ár. Þegar litið sé til byltinga á samfélagsmiðlum síðustu ár, #freethenipple og #metoo sé ljóst að samþykkt hafi verið að minnsta kosti tvö frumvörp þeim tengd, varðandi umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi. Óvægin umræða en ótvíræð viðhorfsbreyting Flest hafa eflaust orðið vör við óvægna umræðu í garð þolenda sem stíga fram með sögu sína á samfélagsmiðlum. Margrét segir umræðuna oft erfiða, en viðhorfsbreytingar séu engu að síður að eiga sér stað. „Okkur finnst öll þessi heift á samfélagsmiðlum óþægileg, en svo lítum við til baka og sjáum öfgar þar sem ungum stúlkum er í raun kennt um og dregin upp sú mynd af börnum og unglingsstúlkum að séu einhverskonar tálkvendi sem saklausir menn þurfi að passa sig á.“ Í heildina hafi hins vegar orðið veruleg viðhorfsbreyting sem birtist ekki fyrr en eftir á. Hún segir fullkomlega eðlilegt að fólk kjósi að koma fram og deila sögum sínum, enda hafi þolendur jafnan þurft að bera skömm og kljást við afleiðingar brota miklu frekar en gerendur. „Flestir þolendur hafa þörf fyrir að segja hvað gerðist upphátt við aðra manneskju. Sumir vilja gera það opinberlega á samfélagsmiðlum og það er allt í lagi. Fyrir þá þolendur sem vilja koma fram og segja frá í fjölmiðlum getur það bara verið valdeflandi og þá er það bara gott og blessað.“ Árétting: Fréttin hefur verið uppfærð. Í viðtalinu er Margrét spurð út í sáttamiðlun, en hún vísar þess í stað til enska hugtaksins restorative justice. Það útleggst sem „uppbyggileg réttvísi“ á íslensku og felur í sér aðra nálgun en það sem oftast er kallað sáttamiðlun. Texta greinarinnar var breytt í samræmi við það. Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Dómsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Þetta sagði Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri í viðtali í Reykjavík Síðdegis í gær. „Þetta er vel þekkt sem ágætis leið til að kljást við brot sem falla ekki vel að réttarkerfinu og refsilöggjöf eða erfitt að sanna þau,“ segir hún. „Í réttarkerfi verður að vera hafið yfir allan vafa að sá ákærði hafi sannarlega framið brotin. Við viljum hafa þannig.“ Margrét var spurð út í sáttamiðlun, en hún leggur áherslu á ferli sem kallast restorative justice á ensku, og útleggst sem uppbyggileg réttvísi á íslensku. Það sé talsvert notað í nágrannalöndunum. „Í því er lögð áhersla á réttlæti en ekki refsingar. Það að refsa geranda getur gefið samfélaginu í heild og jafnvel einhverjum þolendum huggun eða útrás til skemmri tíma litið, en refsingar eru kannski ekki vænlegasta leiðin til að kljást við brot, eða sú árangursríkasta ef við metum árangurinn með að fækka brotum.“ Margrét segir að réttlætið í þessum skilningi felist í því að sá brotlegi átti sig á skaðanum sem það hafi valdið. „Taki á því ábyrgð og gangist við brotinu og bæti fyrir það, sé það mögulegt.“ Fari fram á forsendum þolenda Þetta ferli, segir hún þurfa að fara fram á forsendum þolenda, sem ráði t.d. hverjir séu viðstaddir. Þolandi byrji svo á að lýsa afleiðingum af brotinu. „Í kjölfarið þarf sá brotlegi að taka ábyrgð. Segjast skilja og heyra að þolandi hafi upplifað þessar afleiðingar. Segja „Þetta er mér að kenna, ekki þér“. Gerandinn getur farið yfir einhverjar grunnorsakir, en þá verður að aðgreina að hann sé að tala um einhverjar skýringar, en ekki réttlætingar. Þolandi vill ekki heyra neinar réttlætingar fyrir brotinu.“ Margrét segir að þó að stjórnvöld séu ekki endilega framkvæmdaraðili eigi þau að sjá til þess að þessi úrræði séu til staðar og fjármagna þau. Þessu ferli sé oft stýrt af sjálfseignastofnunum, stundum millidómstigi, en það sé ekki starfsmaður dómstóla eða réttarkerfis sem sjái um slíka fundi, heldur einstaklingur sem hefur hlotið þjálfun í sáttamiðlun. Langflestir þolendur ánægðir Hún bætir því við að rannsóknir í löndum þar sem þetta tíðkast, sýni að langflestir þolendur séu ánægðir með þess háttar sáttamiðlun. Þau upplifa minni áfallastreituröskun en þolendur sem fara í gegnum réttarkerfið, því í réttarkerfinu geta þolendur upplifað annað áfall í dómsal. Til dæmis ef þau eru spurð óþægilegra spurninga löngu eftir að brotin hafa átt sér stað. Annað sem er áhugavert í þessu, segir Margrét, er að uppbyggilegt réttlæti dagi úr ítrekunartíðni brota. „Gerendur sem hafa farið í gegnum svona ferli eru ólíklegri til að endurtaka brot sín, en þau sem fara í gegnum réttarkerfið.“ Hún segir aðspurð að Alþingi þurfi nú að taka boltann, en er ekki sammála því að ekkert hafi verið gert í þessum málum síðustu ár. Þegar litið sé til byltinga á samfélagsmiðlum síðustu ár, #freethenipple og #metoo sé ljóst að samþykkt hafi verið að minnsta kosti tvö frumvörp þeim tengd, varðandi umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi. Óvægin umræða en ótvíræð viðhorfsbreyting Flest hafa eflaust orðið vör við óvægna umræðu í garð þolenda sem stíga fram með sögu sína á samfélagsmiðlum. Margrét segir umræðuna oft erfiða, en viðhorfsbreytingar séu engu að síður að eiga sér stað. „Okkur finnst öll þessi heift á samfélagsmiðlum óþægileg, en svo lítum við til baka og sjáum öfgar þar sem ungum stúlkum er í raun kennt um og dregin upp sú mynd af börnum og unglingsstúlkum að séu einhverskonar tálkvendi sem saklausir menn þurfi að passa sig á.“ Í heildina hafi hins vegar orðið veruleg viðhorfsbreyting sem birtist ekki fyrr en eftir á. Hún segir fullkomlega eðlilegt að fólk kjósi að koma fram og deila sögum sínum, enda hafi þolendur jafnan þurft að bera skömm og kljást við afleiðingar brota miklu frekar en gerendur. „Flestir þolendur hafa þörf fyrir að segja hvað gerðist upphátt við aðra manneskju. Sumir vilja gera það opinberlega á samfélagsmiðlum og það er allt í lagi. Fyrir þá þolendur sem vilja koma fram og segja frá í fjölmiðlum getur það bara verið valdeflandi og þá er það bara gott og blessað.“ Árétting: Fréttin hefur verið uppfærð. Í viðtalinu er Margrét spurð út í sáttamiðlun, en hún vísar þess í stað til enska hugtaksins restorative justice. Það útleggst sem „uppbyggileg réttvísi“ á íslensku og felur í sér aðra nálgun en það sem oftast er kallað sáttamiðlun. Texta greinarinnar var breytt í samræmi við það.
Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Dómsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira