Velþóknun á iðrun og einlægni en ekki meðvirkni með geranda Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 15:25 Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, (t.h) líkaði við færslu Helga Jóhannessonar (t.v.) þar sem hann lýsti iðrun yfir hegðun sinni í garð kvenna. Vísir/samsett Forseti Hæstaréttar segist hafa líkað við Facebook-færslu Helga Jóhannesonar lögmanns þar sem hann hafi kunnað að meta iðrun og einlægni sem fólst í henni. Hann hafnar því að Hæstiréttur sé meðvirkur með gerendum kynferðislegrar áreitni. Helgi lét af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans og snertingu á vinnustaðnum. Þá er Helgi sagður hafa áreitt aðra konu kynferðislega í kringum aldamótin. Telma Halldórsdóttir lögmaður og vinkona konunnar skilaði skömminni fyrir hennar hönd eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í færslu sem Helgi skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi baðst hann afsökunar á heðgun sinni og sagðist ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, mógðað og látið samferðarfólki hans líða illa í návist hans. Athygli vakti að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Karl Axelsson, hæstaréttardómari, líkuðu við færslu Helga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gaf í skyn að íslenska réttarkerfið væri haldið „gerendameðvirkni“ í Facebook-færslu sem hún ritaði í gærkvöldi. Í annarri færslu sagði Guðfinna að Karl hefði fjarlægt hana af vinalista sínum og lokað á hana á Facebook eftir að hún birti upphaflega færslu sína með gagnrýni á þá Benedikt. Benedikt segir þá gagnrýni ómaklega og vísar á bug að gerendameðvirkni sé við Hæstarétt í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég like-aði færslu Helga vegna þess að ég kunni að meta þá iðrun og einlægni sem fólst í henni. Batnandi manni er best að lifa,“ segir í svari Benedikts. Telur tjáninguna rúmast innan marka siðareglna dómara Skammt er liðið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir umdeilda framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Helgi Magnús hafði þá líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birti brot úr lögregluskýrslu af ungri konu sem gerði sátt við Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í knattspyrnu, vegna ofbeldis á skemmtistað. Áslaug Arna sagði það mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með slíkum hætti á samfélagsmiðlum. Benedikt segir í svari sínu til Vísis að samkvæmt siðareglum dómara skuli þeir ávalt gæta varkárni í opinberri umfjöllun um umdeild og viðkvæm málefni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. „Ég tel að tjáning mín með þessum hætti rúmist vel innan þeirra marka,“ segir forseti Hæstaréttar. Dómstólar Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Helgi lét af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans og snertingu á vinnustaðnum. Þá er Helgi sagður hafa áreitt aðra konu kynferðislega í kringum aldamótin. Telma Halldórsdóttir lögmaður og vinkona konunnar skilaði skömminni fyrir hennar hönd eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í færslu sem Helgi skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi baðst hann afsökunar á heðgun sinni og sagðist ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, mógðað og látið samferðarfólki hans líða illa í návist hans. Athygli vakti að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Karl Axelsson, hæstaréttardómari, líkuðu við færslu Helga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gaf í skyn að íslenska réttarkerfið væri haldið „gerendameðvirkni“ í Facebook-færslu sem hún ritaði í gærkvöldi. Í annarri færslu sagði Guðfinna að Karl hefði fjarlægt hana af vinalista sínum og lokað á hana á Facebook eftir að hún birti upphaflega færslu sína með gagnrýni á þá Benedikt. Benedikt segir þá gagnrýni ómaklega og vísar á bug að gerendameðvirkni sé við Hæstarétt í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég like-aði færslu Helga vegna þess að ég kunni að meta þá iðrun og einlægni sem fólst í henni. Batnandi manni er best að lifa,“ segir í svari Benedikts. Telur tjáninguna rúmast innan marka siðareglna dómara Skammt er liðið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir umdeilda framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Helgi Magnús hafði þá líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birti brot úr lögregluskýrslu af ungri konu sem gerði sátt við Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í knattspyrnu, vegna ofbeldis á skemmtistað. Áslaug Arna sagði það mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með slíkum hætti á samfélagsmiðlum. Benedikt segir í svari sínu til Vísis að samkvæmt siðareglum dómara skuli þeir ávalt gæta varkárni í opinberri umfjöllun um umdeild og viðkvæm málefni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. „Ég tel að tjáning mín með þessum hætti rúmist vel innan þeirra marka,“ segir forseti Hæstaréttar.
Dómstólar Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45
Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent