MeToo mætt af hörku í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 22:00 Hvarf Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi forsætisráðherra Kína um naðugun vakti mikla athygli á heimsvísu. Fleiri konur hafa orðið fyrir barðinu á kínverska ríkinu að undanförnu. AP/Andy Wong Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu. Peng er þó einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Þegar Huang Xueqin lýsti yfir stuðningi við konu sem hafði sakað prófessor um að brjóta af sér í september var hún til að mynda handtekin. Wang Jianbing, sem hefur hjálpað konum að tilkynna kynferðislega áreitni var handtekin með Huang en hvorug konan hefur sést síðan. Fjölmargir kínverskir aðgerðasinnar hafa verið útilokaðir sem útsendarar erlendra ríkja og þannig eru þeir gerðir að andstæðingum Kína. AP fréttaveitan segir aðgerðir yfirvalda í Kína að mestu hafa beinst að óþekktum aðgerðasinnum sem hafi unnið með jaðarsettum hópum. Svo virðist þó sem harkan hafi aukist. Hafa ekki sést frá því í september Amnesty International sagði frá því fyrr í mánuðinum að Huang og Wang hefðu verið ákærðar fyrir að grafa undan kínverska ríkinu og kallaði eftir því að þeim yrði sleppt úr haldi. Huang hafði áður verið handtekin vegna MeToo aktívisma hennar. Fyrst í október 2019 og svo í janúar 2020. Amnesty sagði að báðum konunum hafi verið meinaður aðgangur að lögmönnum og þeim hafi ekki verið leyft að hitta fjölskyldumeðlimi sína. Þar að auki hafi vinir þeirra verið kallaðir til yfirheyrslna, leitað hafi verið í húsnæði þeirra og símtæki þeirra gerð upptæk. Þar að auki hefur fjölmörgum aðgerðasinnum verið meinaður aðgangur að samfélagsmiðlum í Kína. AP segir að ákærum um að grafa undan kínverska ríkinu sé reglulega beitt gegn andófsfólki í Kína. Það sama megi segja um það að meina slíku fólki aðgang að lögmönnum og koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi. Skömmu eftir að Peng Shuai sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Þegar umræða um Peng komst í hámæli á heimsvísu voru skrifaðar greinar í ríkismiðlum Kína um að hún væri ekki fangi og nú um helgina ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í um hálftíma. Sjá einnig: Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Þetta símtal fór fram eftir að ráðamenn víða um heim lýstu því yfir að til greina kæmi að sniðganga vetrarólympíuleikana í Kína í vetur og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðatennissambandið og aðrir kölluðu eftir upplýsingum um Peng og hvarf hennar. Ólympíunefndin sökuð um dómgreindarleysi Símtalið hefur þó ekki stöðvað vangaveltur um og áhyggjur af stöðu Peng. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið sökuð blekkingar og að ganga erinda ráðamanna í Kína. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segja Alþjóðaólympíunefndina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi varðandi mál Peng og hafa tekið virkan þátt í brotum kínverskra yfirvalda á henni. Sophie Richardson, yfirmaður málefna HRW í Kína, sagði á blaðamannafundi í gær að nefndin virtist einungis hafa hag Ólympíuleikanna í húfi en ekki hag íþróttamanna, samkvæmt frétt Reuters. Hún gagnrýndi Thomas Bach, formann nefndarinnar, meðal annars fyrir að segja ekki hvort hann hafi spurt Peng að því hvort hún hefði aðgang að lögmanni eða ekki. HRW sagði líka að það væru nánast engar líkur á því að Alþjóðaólympíunefndin hefði náð sambandi við Peng, án þess að fara í gegnum yfirvöld í Kína. Hóf MeToo-hreyfingu Kína og stendur nú frammi fyrir hótunum Mál Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, hefur verið talið upphaf MeToo-hreyfingarinnar í Kína en það var fellt niður í september. Kínverskir embættismenn hafa meinað henni aðgang að samfélagsmiðlum að því leyti að hún getur ekki birt færslur þar lengur. Hún getur þó fengið skilaboð og fær þau reglulega frá fólki sem gagnrýnir hana harðlega og hótar henni. Þegar hún fór í dómshús í september, vegna einkamáls hennar gegn sjónvarpsmanninum, öskraði hópur manna á hana og reyndi að koma í veg fyrir að hún gæti rætt við blaðamenn. Lögregluþjónar stóðu þar nærri en gerðu enga tilraun til að stöðva mennina. Seinna það kvöld sagði hún menn hafa elt sig heim á tveimur bílum og að þeir hafi beðið fyrir utan heimili hennar í um hálftíma áður en þeir fóru. Kína Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking MeToo Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Peng er þó einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Þegar Huang Xueqin lýsti yfir stuðningi við konu sem hafði sakað prófessor um að brjóta af sér í september var hún til að mynda handtekin. Wang Jianbing, sem hefur hjálpað konum að tilkynna kynferðislega áreitni var handtekin með Huang en hvorug konan hefur sést síðan. Fjölmargir kínverskir aðgerðasinnar hafa verið útilokaðir sem útsendarar erlendra ríkja og þannig eru þeir gerðir að andstæðingum Kína. AP fréttaveitan segir aðgerðir yfirvalda í Kína að mestu hafa beinst að óþekktum aðgerðasinnum sem hafi unnið með jaðarsettum hópum. Svo virðist þó sem harkan hafi aukist. Hafa ekki sést frá því í september Amnesty International sagði frá því fyrr í mánuðinum að Huang og Wang hefðu verið ákærðar fyrir að grafa undan kínverska ríkinu og kallaði eftir því að þeim yrði sleppt úr haldi. Huang hafði áður verið handtekin vegna MeToo aktívisma hennar. Fyrst í október 2019 og svo í janúar 2020. Amnesty sagði að báðum konunum hafi verið meinaður aðgangur að lögmönnum og þeim hafi ekki verið leyft að hitta fjölskyldumeðlimi sína. Þar að auki hafi vinir þeirra verið kallaðir til yfirheyrslna, leitað hafi verið í húsnæði þeirra og símtæki þeirra gerð upptæk. Þar að auki hefur fjölmörgum aðgerðasinnum verið meinaður aðgangur að samfélagsmiðlum í Kína. AP segir að ákærum um að grafa undan kínverska ríkinu sé reglulega beitt gegn andófsfólki í Kína. Það sama megi segja um það að meina slíku fólki aðgang að lögmönnum og koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi. Skömmu eftir að Peng Shuai sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Þegar umræða um Peng komst í hámæli á heimsvísu voru skrifaðar greinar í ríkismiðlum Kína um að hún væri ekki fangi og nú um helgina ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í um hálftíma. Sjá einnig: Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Þetta símtal fór fram eftir að ráðamenn víða um heim lýstu því yfir að til greina kæmi að sniðganga vetrarólympíuleikana í Kína í vetur og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðatennissambandið og aðrir kölluðu eftir upplýsingum um Peng og hvarf hennar. Ólympíunefndin sökuð um dómgreindarleysi Símtalið hefur þó ekki stöðvað vangaveltur um og áhyggjur af stöðu Peng. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið sökuð blekkingar og að ganga erinda ráðamanna í Kína. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segja Alþjóðaólympíunefndina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi varðandi mál Peng og hafa tekið virkan þátt í brotum kínverskra yfirvalda á henni. Sophie Richardson, yfirmaður málefna HRW í Kína, sagði á blaðamannafundi í gær að nefndin virtist einungis hafa hag Ólympíuleikanna í húfi en ekki hag íþróttamanna, samkvæmt frétt Reuters. Hún gagnrýndi Thomas Bach, formann nefndarinnar, meðal annars fyrir að segja ekki hvort hann hafi spurt Peng að því hvort hún hefði aðgang að lögmanni eða ekki. HRW sagði líka að það væru nánast engar líkur á því að Alþjóðaólympíunefndin hefði náð sambandi við Peng, án þess að fara í gegnum yfirvöld í Kína. Hóf MeToo-hreyfingu Kína og stendur nú frammi fyrir hótunum Mál Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, hefur verið talið upphaf MeToo-hreyfingarinnar í Kína en það var fellt niður í september. Kínverskir embættismenn hafa meinað henni aðgang að samfélagsmiðlum að því leyti að hún getur ekki birt færslur þar lengur. Hún getur þó fengið skilaboð og fær þau reglulega frá fólki sem gagnrýnir hana harðlega og hótar henni. Þegar hún fór í dómshús í september, vegna einkamáls hennar gegn sjónvarpsmanninum, öskraði hópur manna á hana og reyndi að koma í veg fyrir að hún gæti rætt við blaðamenn. Lögregluþjónar stóðu þar nærri en gerðu enga tilraun til að stöðva mennina. Seinna það kvöld sagði hún menn hafa elt sig heim á tveimur bílum og að þeir hafi beðið fyrir utan heimili hennar í um hálftíma áður en þeir fóru.
Kína Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking MeToo Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira