„Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 19:00 Telma Halldórsdóttir sagði sögu vinkonu sinnar, Kristínar Pétursdóttur heitinnar, á Facebook um helgina. Færslan vakti mikla athygli. Telma og Kristín sjást saman á myndinni til vinstri. Úr einkasafni/Vísir/Einar Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. „Ung kona hæfileikarík og metnaðarfull. Nýútskrifuð úr laganámi. Hún ræður sig til starfa á stórri lögmannsstofu í Reykjavík. Starfsmaður á stofunni áreitir hana ítrekað kynferðislega.“ Svo hljóðar brot úr frásögn sem lesin var á sérstökum #MeToo-viðburði í Borgarleikhúsinu árið 2017. Telma Halldórsdóttir skrásetti söguna fyrir hönd vinkonu sinnar, Kristínar Pétursdóttur lögfræðings, en Telma greindi frá þessu í Facebook-færslu um nýliðna helgi. Telma lýsir tveimur atvikum þar sem hún segir Kristínu hafa verið áreitta kynferðislega af hálfu samstarfsmanns á lögmannsstofu árið 1999. Sjálf hafi Telma orðið vitni að öðru þeirra. „Þegar hún er tiltölulega nýbyrjuð erum við að skemmta okkur. Þá stingur hann tungunni upp í eyrað á henni og grípur um brjóstin á henni fyrir framan mig og annan vin okkar. Okkur bregður rosalega og hún bara: „Æi, hann er bara svona.“ Og gerði ekki mikið úr þessu en þetta stigmagnaðist,“ segir Telma. „Svo kemur það til að hún er á einhverri skemmtun á stofunni. Þá fer hann með henni inn á skrifstofu, skellir henni á borðið og vill stunda kynlíf með henni.“ Kristín (í miðjunni) og Telma (t.h.) kynntust í Verslunarskóla Íslands. Telma segir Kristínu hafa skarað fram úr á öllum sviðum. Hún hafi verið félagsljón og fengið hæstu einkunn í almennri lögfræði sem þá hafði sést við Háskóla Íslands.úr einkasafni „Rægingarherferðir“ vonandi liðin tíð Telma segir að Kristín hafi kvartað undan hegðun mannsins til yfirmanns. Skömmu síðar hafi henni verið sagt upp störfum. Í kjölfarið hafi verulega tekið að halla undan fæti hjá Kristínu, sem Telma lýsir sem gríðarlegu efni á öllum sviðum, og hún ánetjast áfengi. Kristín lést árið 2010. Telma segist vona að framfarir hafi orðið í viðbrögðum við slíkum málum nú. „Ég held að þú myndir ekki sjá svona rægingarherferð í dag, þar sem ung kona kemur fram með svona ásökunum og það eru komnar sögur út um allt um að hún sé athyglissjúk og lygasjúk. Ég vil að við ræðum gagngert hvernig tekið er á þessum málum frá A til Ö,“ segir Telma. „Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár. Og mörgum vinum Kristínar. Ég hef fengið símtöl úr ólíklegustu áttum frá fólki sem spyr sig: Af hverju stóð ég ekki betur við bakið á henni þegar þetta gerist? Af hverju trúði ég því sem var sagt um hana á sínum tíma? Þannig að fyrir mér er þetta réttlætismál hvað hana varðar.“ Mál Helga til umfjöllunar Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn sem umræddar ásakanir beinast að Helgi Jóhannesson, sem nýhættur er sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Greint hefur verið frá málum sem varða meinta óviðeigandi hegðun Helga hjá Landsvirkjun og Ferðafélagi Íslands í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Ekki hefur náðst í Helga við vinnslu fréttarinnar í dag. Lögmannsstofan LEX, þar sem Kristín og Helgi unnu bæði um aldamótin, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þeir atburðir sem vísað er til í frásögn Telmu hafi átt sér stað fyrir 22 árum. Fáir af þáverandi starfsmönnum starfi á lögmannsstofunni í dag. Á sínum tíma hafi verið brugðist við í samræmi við verkferla sem þá voru til staðar. „Þegar litið er til baka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu,“ segir í svari LEX. Stjórn LEX muni skoða hvort „óupplýst mál“ hafi komið upp hjá fyrirtækinu síðustu ár. Yfirlýsingu LEX lögmannsstofu má lesa í heild hér fyrir neðan. LEX lögmannstofa tekur frásagnir um áreiti á vinnustað mjög alvarlega. Þeir atburðir, sem vísað er til í umræddri frásögn, áttu sér stað fyrir 22 árum. Á LEX starfa í dag um 60 starfsmenn, en fáir þeirra voru við störf hjá félaginu á þessum tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem núverandi stjórnendur hafa aflað um málið var brugðist við í samræmi við þá verkferla sem þá voru til staðar. Þegar litið er tilbaka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu. Núverandi stjórn LEX hyggst efna til sérstakrar skoðunar á því hvort einhver óupplýst mál kunni að hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu árum. LEX tekur skýra afstöðu gegn hvers konar áreitni og kynferðislegu ofbeldi. MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Ung kona hæfileikarík og metnaðarfull. Nýútskrifuð úr laganámi. Hún ræður sig til starfa á stórri lögmannsstofu í Reykjavík. Starfsmaður á stofunni áreitir hana ítrekað kynferðislega.“ Svo hljóðar brot úr frásögn sem lesin var á sérstökum #MeToo-viðburði í Borgarleikhúsinu árið 2017. Telma Halldórsdóttir skrásetti söguna fyrir hönd vinkonu sinnar, Kristínar Pétursdóttur lögfræðings, en Telma greindi frá þessu í Facebook-færslu um nýliðna helgi. Telma lýsir tveimur atvikum þar sem hún segir Kristínu hafa verið áreitta kynferðislega af hálfu samstarfsmanns á lögmannsstofu árið 1999. Sjálf hafi Telma orðið vitni að öðru þeirra. „Þegar hún er tiltölulega nýbyrjuð erum við að skemmta okkur. Þá stingur hann tungunni upp í eyrað á henni og grípur um brjóstin á henni fyrir framan mig og annan vin okkar. Okkur bregður rosalega og hún bara: „Æi, hann er bara svona.“ Og gerði ekki mikið úr þessu en þetta stigmagnaðist,“ segir Telma. „Svo kemur það til að hún er á einhverri skemmtun á stofunni. Þá fer hann með henni inn á skrifstofu, skellir henni á borðið og vill stunda kynlíf með henni.“ Kristín (í miðjunni) og Telma (t.h.) kynntust í Verslunarskóla Íslands. Telma segir Kristínu hafa skarað fram úr á öllum sviðum. Hún hafi verið félagsljón og fengið hæstu einkunn í almennri lögfræði sem þá hafði sést við Háskóla Íslands.úr einkasafni „Rægingarherferðir“ vonandi liðin tíð Telma segir að Kristín hafi kvartað undan hegðun mannsins til yfirmanns. Skömmu síðar hafi henni verið sagt upp störfum. Í kjölfarið hafi verulega tekið að halla undan fæti hjá Kristínu, sem Telma lýsir sem gríðarlegu efni á öllum sviðum, og hún ánetjast áfengi. Kristín lést árið 2010. Telma segist vona að framfarir hafi orðið í viðbrögðum við slíkum málum nú. „Ég held að þú myndir ekki sjá svona rægingarherferð í dag, þar sem ung kona kemur fram með svona ásökunum og það eru komnar sögur út um allt um að hún sé athyglissjúk og lygasjúk. Ég vil að við ræðum gagngert hvernig tekið er á þessum málum frá A til Ö,“ segir Telma. „Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár. Og mörgum vinum Kristínar. Ég hef fengið símtöl úr ólíklegustu áttum frá fólki sem spyr sig: Af hverju stóð ég ekki betur við bakið á henni þegar þetta gerist? Af hverju trúði ég því sem var sagt um hana á sínum tíma? Þannig að fyrir mér er þetta réttlætismál hvað hana varðar.“ Mál Helga til umfjöllunar Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn sem umræddar ásakanir beinast að Helgi Jóhannesson, sem nýhættur er sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Greint hefur verið frá málum sem varða meinta óviðeigandi hegðun Helga hjá Landsvirkjun og Ferðafélagi Íslands í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Ekki hefur náðst í Helga við vinnslu fréttarinnar í dag. Lögmannsstofan LEX, þar sem Kristín og Helgi unnu bæði um aldamótin, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þeir atburðir sem vísað er til í frásögn Telmu hafi átt sér stað fyrir 22 árum. Fáir af þáverandi starfsmönnum starfi á lögmannsstofunni í dag. Á sínum tíma hafi verið brugðist við í samræmi við verkferla sem þá voru til staðar. „Þegar litið er til baka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu,“ segir í svari LEX. Stjórn LEX muni skoða hvort „óupplýst mál“ hafi komið upp hjá fyrirtækinu síðustu ár. Yfirlýsingu LEX lögmannsstofu má lesa í heild hér fyrir neðan. LEX lögmannstofa tekur frásagnir um áreiti á vinnustað mjög alvarlega. Þeir atburðir, sem vísað er til í umræddri frásögn, áttu sér stað fyrir 22 árum. Á LEX starfa í dag um 60 starfsmenn, en fáir þeirra voru við störf hjá félaginu á þessum tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem núverandi stjórnendur hafa aflað um málið var brugðist við í samræmi við þá verkferla sem þá voru til staðar. Þegar litið er tilbaka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu. Núverandi stjórn LEX hyggst efna til sérstakrar skoðunar á því hvort einhver óupplýst mál kunni að hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu árum. LEX tekur skýra afstöðu gegn hvers konar áreitni og kynferðislegu ofbeldi.
LEX lögmannstofa tekur frásagnir um áreiti á vinnustað mjög alvarlega. Þeir atburðir, sem vísað er til í umræddri frásögn, áttu sér stað fyrir 22 árum. Á LEX starfa í dag um 60 starfsmenn, en fáir þeirra voru við störf hjá félaginu á þessum tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem núverandi stjórnendur hafa aflað um málið var brugðist við í samræmi við þá verkferla sem þá voru til staðar. Þegar litið er tilbaka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu. Núverandi stjórn LEX hyggst efna til sérstakrar skoðunar á því hvort einhver óupplýst mál kunni að hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu árum. LEX tekur skýra afstöðu gegn hvers konar áreitni og kynferðislegu ofbeldi.
MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira