Þýskaland

Fréttamynd

Silli kokkur sá næst­besti í Evrópu

Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega

Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum.

Erlent
Fréttamynd

Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdar­verk

Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum.

Erlent
Fréttamynd

Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar

Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins.

Erlent
Fréttamynd

Kanslarinn greindist með Co­vid-19

Olaf Scholz Þýskalandskanslari hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er með væg einkenni og hefur afboðað sig á fjölda viðburða sem hann hugðist sækja í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Bætti eigið heimsmet um 30 sekúndur

Hlauparinn Eliud Kipchoge frá Keníu sló í dag eigið heimsmet í maraþoni þegar hann vann Berlínar maraþonið á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi

Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi.

Tónlist
Fréttamynd

„Við erum með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu“

Þingmaður þýska vinstriflokksins, Die Linke, fór hörðum orðum um þýsku ríkisstjórnina í harla umdeildri ræðu sem hún flutti í þýska þinginu í vikunni. Þar fjallaði hún um nauðsyn þess að halda áfram viðskiptum við Rússa þrátt fyrir stríðið - og málflutningur hennar hefur síðan leitt til þess að fjöldi flokksmanna hefur sagt sig úr flokki hennar.

Erlent
Fréttamynd

Fundu líkamsleifar í Eystrasalti

Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið.

Erlent
Fréttamynd

Rússar muni skrúfa fyrir gas­flæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný

Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma.

Erlent
Fréttamynd

Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína.

Erlent
Fréttamynd

Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð

Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni.

Tónlist
Fréttamynd

Lífs­tíðar­fangelsi fyrir að keyra inn í mann­þröng í Tri­er

Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fimm að bana og slasað fjölda fólks með því að keyra bíl inn í mannþröng í borginni Trier fyrsta dag desembermánaðar 2020. Manninum verður jafnframt gert að afplána dóminn með því að sæta hámarksöryggisgæslu á réttargeðdeild.

Erlent
Fréttamynd

Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm.

Erlent
Fréttamynd

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska vekur furðu

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska í Oder-á í Póllandi hefur vakið mikla furðu. Vísindamenn hafa útilokað kvikasilfurseitrun sem mögulega skýringu en segja að selta í ánni hafi mælst óvenjuhá. Forsætisráðherra Póllands telur mikið magn efnaúrgangs valda fiskadauðunum.

Erlent
Fréttamynd

Túrbínan sé til­búin fyrir flutning til Rúss­lands

Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz mun í dag skoða rússneska túrbínu frá Gazprom sem hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Túrbínan er staðsett í borginni Mulheim í Þýskalandi.

Erlent