Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 12:23 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kynnti nýja þjóðaröryggisstefnu. Þá fyrstu í Þýskalandi. EPA/CLEMENS BILAN Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17