Vísindi

Fréttamynd

Pör vöruð við fimm ára kreppunni

Nýgift hjón gátu áður átt von á að hveitibrauðsdagarnir entust í allt að sjö ár áður en sambandið fór að súrna. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að pör nútímans halda varla út í fimm ár. Vísindamenn hafa uppgötvað að pör byrja að fá leið á hvort öðru eftir einungis fjögur ár og eru á mesta hættutíma rétt um fimm ára brúðkaupsafmælið. Ef þau komast yfir þetta tímabil þá eru allir möguleikar á að þau verði saman í ófyrirséðan tíma.

Erlent
Fréttamynd

Risaeðlupöddur finnast í rafi

Vísindamenn hafa fundið fjöldan allan af 100 milljón ára gömlum skordýrum í rafi. Fundurinn minnir á myndina Jurassic Park en í henni voru risaeðlur klónaðar úr blóði skordýrum sem fest höfðu í trjákvoðu sem seinna breyttist í raf.

Erlent
Fréttamynd

Elsta gullhálsmen Suður-Ameríku fundið

Gullhálsmen sem fannst við vatnið Titicaca í suðurhluta Perú er hið elsta sem fundist hefur í Suður-Ameríku. Aldursgreining bendir til að hálsmenið sé um 4.000 ára gamalt.

Erlent
Fréttamynd

Erfðavísar krossfaranna finnast í Líbanon

Vísindamenn hafa fundið erfðavísa frá krossförunum í Líbanon. Um er að ræða sérstaka DNA "skrift" í fólki í landinu og er hún rakin til krossfaranna sem bjuggu þarna frá tólftu til fjórtándu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Stóraukið netráp um síma

SAN FRANCISCO (Reuters) Talsmenn vefrisans Google segjast merkja aukna netnotkun gegnum farsíma síðan fyrirtækið tók að bjóða upp á hraðvirkara netráp gegnum ákveðnar tegundir síma og eiga nú von á að netsímaöld fari í hönd.

Erlent
Fréttamynd

Þjónar brátt liðin tíð á veitingastöðum

TEL AVIV (Reuters) Veitingastaðir í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan gera nú tilraunir með nýja tækni sem gerir gestum kleift að panta mat og drykk með aðstoð skjás sem komið er fyrir á borðinu hjá þeim.

Erlent
Fréttamynd

Gúglað í BMW bifreiðum

Þýski bílaframleiðandinn BMW sendi hefur tilkynnt að héðan í frá verði hægt að fá alla bíla fyrirtækisins útbúna með Internet-tengingu. „BMW mun vera fyrsti bílaframleiðandinn til að bjóða upp á þennan möguleika,“ segir í tilkynningu frá B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. „Bæði verður hægt að senda tölvupóst beint úr bílnum sem og vafra um netið. Skjárinn í mælaborði bílsins er notaður sem tölvuskjár og iDrive stýrihnappurinn er músin.“

Erlent
Fréttamynd

Nýjar spurningar um "hobbitana" í Kyrrahafinu

Nýjar spurningar hafa vaknað um "hobbitana" eftir að bein fundust á Palau eyjaklasanum í Kyrrahafinu nýlega. Áður höfðu svipaðar leyfar af smávöxnu mannfólki fundist á eyjunni Flores sem er í 2000 km fjarlægð.

Erlent
Fréttamynd

Morgnmaturinn heldur unglingum grönnum

Ný rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum sýnir að unglingar sem borða morgunmat að staðaldri eru 2,3 kílóum léttari að meðaltali en jafnaldrar þeirra sem sleppa morgunmatnum.

Erlent
Fréttamynd

Uppskerubrestur úr sögunni?

Finnskir og bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað genasamband plantna sem orðið gæti til þess að uppskerur gætu þolað mikla þurrka.

Erlent
Fréttamynd

Júmbóþota knúin áfram af kókoshnetuolíu

Breski milljarðamæringurinn Richard Branson kallaði það mikilvægan áfanga fyrir allan flugvélaiðnaðinn að hann sendi eina af Virgin-júmbóþotum sínum í áætlunarferð, knúna blöndu af venjulegu eldsneyti og lífrænu.

Erlent
Fréttamynd

Gráúlfurinn ekki lengur talinn í útrýmingarhættu

Gráúlfurinn sem lifir í norðurhluta Klettafjallanna í Bandaríkjunum er ekki talinn lengur í útrýmingarhættu. Hefur hann því verið tekinn af lista bandaríska innanríkisráðuneytisins um dýr í útrýmingarhættu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnlausum gervihnetti eytt á fimmtudag

Bandaríski flotinn hefur ákveðið að reyna að eyða stjórnlausum gervihnetti á leið til jarðar á fimmtudag eða eftir að geimferjan Atlantis kemur til lendingar úr för sinni á morgun miðvikudag.

Erlent