Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 21:15 Taka þarf tillit til ótal þátta þegar hitastig nærri yfirborði jarðar er mælt úr geimnum, þar á meðal til hnignunar brauta gervitungla. Vísir/EPA Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira