Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 15:00 Scott Pruitt hefur fært áherslu Umhverfisstofnunarinnar frá umhverfinu og að störfum og náttúruauðlindum frá því að hann tók við sem forstjóri. Vísir/AFP Starfsmannastjóri bandarísku umhverfisstofnunarinnar (EPA) þrýsti á formann vísindaráðs stofnunarinnar um að breyta framburði hans fyrir þingnefnd. Vildi starfsmannastjórinn að vísindamaðurinn gerði lítið úr úr þvi að stofnunin léti fjölda sérfræðinga fara. Eftir að Donald Trump skipaði Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis sem stefndi EPA margoft, sem forstjóra EPA hefur stofnunin meðal annars fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og byrjað að vinda ofan af umhverfisreglugerðum. Þá hefur Pruitt ákveðið að endurnýja ekki samninga við tugi sérfræðinga sem hafa setið í vísindaráði EPA, þvert á viðteknar venjur hjá stofnuninni. Vísindamenn hafa gagnrýnt þá ráðstöfun og sakað ríkisstjórn Trump um að reyna að draga úr vægi vísinda í mótum umhverfisstefnu. Óttast þeir að ætlun Pruitt sé að gefa fulltrúum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila meira vægi í starfi EPA.Þrumu lostin yfir fyrirmælunumDeborah Swackhamer er umhverfisefnafræðingur sem hefur verið formaður vísindaráðsins. New York Times segir að áður en hún bar vitni fyrir vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings 23. maí hafi Ryan Jackson, starfsmannastjóri Pruitt, beðið hana um að halda sig við áherslupunkta stjórnenda EPA um brotthvarf vísindaráðgjafanna. „Ég var sem þrumu lostin að hann væri að þrýsta á mig um að „leiðrétta“ eitthvað í framburði mínum. Ég hélt mig við staðreyndirnar en hann gerði það ekki. Mér fannst ég vera beitt aflsmunum,“ segir Swackhamer en hún hafði þegar lagt fram skriflegan framburð við nefndina þegar Jackson gaf henni fyrirmælin.Mótmælendur andmæla Scott Pruitt, forstjóra EPA.Vísir/EPAEru að hætta vísindalegu starfiPruitt hefur meðal annars sagt opinberlega að hann trúi ekki samhljóða áliti vísindamanna að koltvísýringur sem menn losa sé aðalorsök hnattrænnar hlýnunar. Hann hefur jafnframt raðað fyrrverandi starfsmönnum James Inhofe, þingmanns repúblikana og þekkts loftslagsvísindaafneitara, í störf hjá EPA, þar á meðal starfsmannastjóranum. Á meðal þess sem Jackson sagði Swackhamer að segja í framburði sínum var að ákvörðun hefði enn ekki verið tekin um að láta vísindaráðgjafana fara. New York Times segir að á þeim tíma hafi fjöldi ráðgjafa þegar fengið tilkynningu um að samningar þeirra yrðu ekki endurnýjaðir. „Vísindaráðið var með 68 meðlimi fyrir tveimur mánuðum. Þeir verða ellefu 1. september. Þeir eru í raun að hætta vísindalegu starfi með því að binda enda á störf þessara ráðgjafa. Það eru engir fundir á dagskránni hjá okkur, engin ráð til að fara í gegnum vinnuna,“ segir Swackhamer við dagblaðið. Í drögum að fjárlögum sem Trump lagði fram fyrr á þessu ári lagði forsetinn til mikinn niðurskurð hjá ríkisstofnunum en þó hvergi meiri en hjá Umhverfisstofnuninni. Trump hefur meðal annars dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál og kallað loftslagsbreytingar kínverskt „gabb“. Bandaríkin Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Starfsmannastjóri bandarísku umhverfisstofnunarinnar (EPA) þrýsti á formann vísindaráðs stofnunarinnar um að breyta framburði hans fyrir þingnefnd. Vildi starfsmannastjórinn að vísindamaðurinn gerði lítið úr úr þvi að stofnunin léti fjölda sérfræðinga fara. Eftir að Donald Trump skipaði Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis sem stefndi EPA margoft, sem forstjóra EPA hefur stofnunin meðal annars fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og byrjað að vinda ofan af umhverfisreglugerðum. Þá hefur Pruitt ákveðið að endurnýja ekki samninga við tugi sérfræðinga sem hafa setið í vísindaráði EPA, þvert á viðteknar venjur hjá stofnuninni. Vísindamenn hafa gagnrýnt þá ráðstöfun og sakað ríkisstjórn Trump um að reyna að draga úr vægi vísinda í mótum umhverfisstefnu. Óttast þeir að ætlun Pruitt sé að gefa fulltrúum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila meira vægi í starfi EPA.Þrumu lostin yfir fyrirmælunumDeborah Swackhamer er umhverfisefnafræðingur sem hefur verið formaður vísindaráðsins. New York Times segir að áður en hún bar vitni fyrir vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings 23. maí hafi Ryan Jackson, starfsmannastjóri Pruitt, beðið hana um að halda sig við áherslupunkta stjórnenda EPA um brotthvarf vísindaráðgjafanna. „Ég var sem þrumu lostin að hann væri að þrýsta á mig um að „leiðrétta“ eitthvað í framburði mínum. Ég hélt mig við staðreyndirnar en hann gerði það ekki. Mér fannst ég vera beitt aflsmunum,“ segir Swackhamer en hún hafði þegar lagt fram skriflegan framburð við nefndina þegar Jackson gaf henni fyrirmælin.Mótmælendur andmæla Scott Pruitt, forstjóra EPA.Vísir/EPAEru að hætta vísindalegu starfiPruitt hefur meðal annars sagt opinberlega að hann trúi ekki samhljóða áliti vísindamanna að koltvísýringur sem menn losa sé aðalorsök hnattrænnar hlýnunar. Hann hefur jafnframt raðað fyrrverandi starfsmönnum James Inhofe, þingmanns repúblikana og þekkts loftslagsvísindaafneitara, í störf hjá EPA, þar á meðal starfsmannastjóranum. Á meðal þess sem Jackson sagði Swackhamer að segja í framburði sínum var að ákvörðun hefði enn ekki verið tekin um að láta vísindaráðgjafana fara. New York Times segir að á þeim tíma hafi fjöldi ráðgjafa þegar fengið tilkynningu um að samningar þeirra yrðu ekki endurnýjaðir. „Vísindaráðið var með 68 meðlimi fyrir tveimur mánuðum. Þeir verða ellefu 1. september. Þeir eru í raun að hætta vísindalegu starfi með því að binda enda á störf þessara ráðgjafa. Það eru engir fundir á dagskránni hjá okkur, engin ráð til að fara í gegnum vinnuna,“ segir Swackhamer við dagblaðið. Í drögum að fjárlögum sem Trump lagði fram fyrr á þessu ári lagði forsetinn til mikinn niðurskurð hjá ríkisstofnunum en þó hvergi meiri en hjá Umhverfisstofnuninni. Trump hefur meðal annars dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál og kallað loftslagsbreytingar kínverskt „gabb“.
Bandaríkin Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56