Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 15:45 Boaty McBoatface getur kafað undir ís og farið niður á allt að 6.000 metra dýpi. Vísir/AFP Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira