Læknar gagnrýna Evrópudómstólinn fyrir dóm um bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 16:47 Maðurinn greindist með MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B. Engin vísindaleg gögn benda þó til orsakasamhengis þar á milli. Vísir/EPA Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira